mánudagur, janúar 03, 2005

Það er alltaf lokað í bönkum fyrsta virka daginn á árinu. Það vissi ég ekki, en það kemur sér ekki vel fyrir mig. Kortið mitt rann út 12/04 og ég komst ekki að því fyrr en daginn eftir þ.e. nýjársdag. Ég var á leiðinni til Svövu Dóru í förðun en þurfti að koma við í leiðinni og taka bensín. Hitamælirinn sýndi -12, það var ógeðslega kalt úti, og ég var ekki vel klædd. Ég setti kortið í kortasjálfsalann sem ældi því útúr sér aftur og sagði KORT ÚTRUNNIÐ. Ekki uppáhaldsbyrjunin mín á nýju ári. Sem betur fer var maður á næstu dælu, ég fór til hans og sagði "Afsakið, kortið mitt rann víst út í gær, gætirðu nokkuð notað kortið þitt til að ég geti tekið bensín og ég borga þér til baka í peningum?" Hann hló en gerði það síðan. Hitamælirinn sýndi -13.

Afhverju var ég að segja þessa sögu? Ég veit það ekki, rugl. Núna er ég samt öskuvond út í bankann minn að hafa ekki sent mér bréf um að ná í nýtt kort fyrir áramót eins og hann gerir venjulega.

Svava Dóra málaði mig ógeðslega flott, hún kallaði það smókí förðun, gerfiaugnhár og læti, ég var heví gella, líktist sjálfri mér ekki neitt ;)

Annars voru gamlárskvöld og nýjárskvöld bæði mjög góð!

Engin ummæli: