fimmtudagur, desember 02, 2004

Þvílík eyðsla á tveimur klukkutímum, að missa sig yfir einu dæmi. En svona er það.

Ég gerði fyndið um daginn. Ég heyrði þegar ég var yngri þá ráðleggingu að ef maður færi í krossapróf og merkti alltaf við C þá fengi maður C á prófinu. Mig hefur æ síðan langað til að prófa þetta en alltaf verið of skynsöm, þangað til um daginn... Ég mætti í próf, fékk prófblaðið í hendurnar, renndi augunum yfir spurningarnar, hugsaði svo "Æi fokk it!", merkti alls staðar við C, og gekk út.

And I live to tell about it!

Eini vankanturinn er að ég held að ráðleggingin hafi miðast við fjóra svarmöguleika, í mínu prófi voru fimm... Skekkir vissulega niðurstöður tilraunarinnar.

Engin ummæli: