föstudagur, apríl 25, 2008

Gamalt veður

Ég og myndavélin mín fylgjumst reglulega með veðrinu hér í London. Þá sérstaklega með því að taka myndir út um gluggann minn, þar sem ég sé voða lítið annað af borginni um þessar mundir vegna svita, blóðs og tára yfir lærdómi.

Við tókum þessar myndir af þessari svaka bresku dembu 12. apríl. Á báðum myndum má sjá vegfarendur hlaupa í átt að skjóli, eða "Hvar er Valli?"


Í gær voru þrumur og eldingar. Það var það mest spennandi sem gerðist þann dag.

Yfir og út

Engin ummæli: