laugardagur, apríl 19, 2008

Eeeeeitthundraaaaaaaaaað oooooooog .....

Það hafa borist 'gisk' í kommentakerfið við síðasta blogg um hversu marga bjóra ég muni drekka á þessu ári. Giskin eru á bilinu 300 - 477 stk [bjórar/ár]. Ég veit ekki hvort ég á að vera hneykslaðri á lágum ("Bara þrjúhundruð...!") eða háum ("Heilir fjögurhundruðsjötíuogsjö bjórar...!") giskum. Þ.a. ég hef ákveðið að vera ekki neitt hneyksluð!

Þar sem þessi tilraun er gerð til að fylgjast í alvörunni með drykkju minni þá geri ég mitt besta að láta tilraunina ekki hafa áhrif á útkomu (þið vitið, eins og þegar veggirnir á verksmiðjunni voru málaðir grænir og verkamennirnir urðu duglegri við það). Ég held mig við mína 'alda'* gömlu reglu: "að drekka nákvæmlega jafnmarga bjóra og mig langar í"**. Úff, allt þetta bjórtal gerir mig þyrsta, best að gera sig til og kíkja út í einn kaldan...

Yfir og út

*Kvartaldar kannski?
**Minnir að þetta sé regla nr.2 en ég yrði að kíkja í litlu svörtu bókina til að staðfesta það, en hún er ofan í kassa undir dóti í kjallara milli lífs og dauða*** þ.a. það verður að bíða betri tíma, á meðan verð ég að reiða mig á mitt eigið minni****.
***Ofnotað, já jég veit.
****Sjitt maður, ef það er ekki uppskrift að vandræðum.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæra ömmusystir dóttur minnar,

til lukku með kvartaldar afmælisdaginn ég vona að þú njótir hans sem allra best.

Mikið hlakkar mér til að ná þínum háa aldri, finnst of langt þangað til enda alveg heilir sex dagar!

Og já ég vil endilega giska á bjórtölu, samkvæmt mínum útreikningi þar sem tekið er með í reikningin hækkandi hiti í sumar og líkur á góðum sólardögum, ásamt svo kulda og líkum á veikindum næsta haust þá segi ég 461 bjór.

Kær kveðja frá systurdóttur þinni.

Nafnlaus sagði...

Til lukku með daginn mín kæra :)
Ég bakaði franska súkkulaðiköku handa stebba í gær...hefði klárlega líka bakað svoleiðis handa þér ef þú værir á landinu :)
Hafðu það gott og njóttu dagsins!!!
Kv. Erna

Nafnlaus sagði...

Kæra litla systir !!!!
----- til hamingju með daginn -----

Ég mundi lauslega áætla sem svo að þeir yrðu um 363 bjórarnir sem þú lætur inn fyrir þínar varir á þessu ári. Útreikninga mína byggi ég á grafi -total beers- sem vex svo skemmtilega jafnt og þétt. Það væri eiginlega sóun á þessum góðu hæfileikum sem þú hefur sýnt við að innbyrða bjór so far að láta grafið detta niður á við.

Kossar og knús
ella

Nafnlaus sagði...

HÚN Á AMMÆLÍ DAG... HÚN Á AMMÆLÍ DAG ... HÚN Á AMMÆL-ÚÚNNN ÞÞUUUURAAAA !!! HÚN Á AMMÆLÍÍÍÍ-DDAAAAAAGG ... HÚN ER 25 ÁR-Í DAAG .. HÚN ER 25 ÁR-ÍÍÍ DAAAG .. HÚN ER 25 ÁR-ÚÚÚNN ÞUUUURRAAAA .. HÚN ER 25 ÁÁÁÁR-ÍÍÍÍÍÍ DDAAAAAAGG ... HÚN LIFI LENGI OG VEL .. HÚN LIFI LENGI OG VEL .. HÚN LIFI LENGI OOOGG VVEEE-EELLL .. HÚN LIFI LENGI OOGG VEEEEEELLLLL ... !!!

Til hamingju með stór-afmælið elsku sæta frænka !!! .. - með stórri kveðju.. kosssum og knúsum frá Rönku blönku .. Stellu gellu.. Ponsu skonsu... mr. Maggú... Aski pjaski og Dexter pexter .. :) ...

Þura sagði...

Takk fyrir afmæliskveðjurnar, stórt knús! :)

Ásta: bíddu bara, ég held ég hafi fundið grátt hár í morgun!

Erna: Hei veistu hvað, það var bökuð handa mér súkkulaði kaka! (ekki eins góð og þín samt ;) )

Ella: Þú hefur greinilega rýnt í gögnin, good job :)

Ragga: Afmæliskveðja frá rottu... oj...!

Unknown sagði...

Til hamingju með afmælið....degi of seint, en betra er seint en aldrei :)

Hákon sagði...

425