Klukkan er yfir 11 um kvöld og ég sit við tölvuna mína inni í herberginu mínu að skrifa skýrslu (80%) og lesa teiknimyndasögur á netinu (20%). Mér er kalt þó ég sé í lopapeysu og ullarsokkum og kveiki reglulega á ofninum til að fá hita-búst. Ég er búin með 66% af upprunalega innihaldinu í 33 cl kókdós og 7 gúmmí-snuð (e. gummy dummies). 19 ára pakistanska stelpan í næsta herbergi við hliðiná er með gesti. Þau eru að spjalla og reykja hookah með einhverskonar ávaxta bragði. Það heyri ég og finn á lyktinni. Í efstu skrifborðsskúffunni á ég 7 risa-tópös (stykki ekki pakka) en þau eru til vara, þ.e. notast ef/þegar í voða stefnir.
Ég er tuttuguogfimm ára og ÞETTA var lýsingin á lífi mínu. Eða þið vitið, smá broti.
Yfir og út, Þura
p.s. Takk fyrir afmæliskveðjurnar :)
p.p.s. Helst er það af bjór-tilrauninni að frétta að ég kom sæmilega vel/illa út úr bloggrýni Atla hins vægðarlausa.
p.p.p.s. Atli er ekki svo vægðarlaus, mig vantaði bara dramatískt lýsingarorð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég tel mig hafa verið mjög væginn í þessari færslu minni. ég reyni þá bara að herða tökin næst í bloggrýninni.
Skrifa ummæli