sunnudagur, apríl 06, 2008

Bíddu, var vorið ekki komið? Er ég að misskilja...

Á föstudaginn var ég handviss um að vorið væri komið. 17°C, sólin skein, blóm komin á blóma-tré o.s.frv. Í gær var aftur rigning, ekkert mjög kalt samt. Í morgun þegar ég vaknaði og leit út um gluggann var byrjað að snjóa. Held það sé samt ekki mjög kalt, allavega hefur ofninn minn ekki kveikt á sér sjálfur. Þessi fjölbreytileiki veðurs minnir dáldið á annað land sem ég þekki mjög vel...
Útsýni úr glugganum mínum í morgun (eða 'útsýni'):

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey! það er líka snjór í mínum garði, langt fyrir sunnan þig..

Nú er ég ýkt gáfuð, en ég skil þetta samt ekki !!!

Þura sagði...

Þetta er e-ð furðulegt finnst mér.

Seinnipartinn var reyndar allur snjór horfinn... en samt.

Ertu viss um að þú sért 'ýkt' gáfuð?

Nafnlaus sagði...

Ojj, sama hér...ég hélt algjörlega að það væri komið sumar, var orðið svo heitt og fínt. Ennnnn nei, í morgun var svo allt orðið hvítt og er að snjóa meir! Verðum víst bara að bíða aðeins lengur eftir sumrinu.
Kv. Erna

Svanhvít sagði...

Hmm... þú færð líklega ekki mikla vorkunn frá Íslendingunum.

Ég er hins vegar að bíða eftir vetrinum, sem á að skella á hvað úr hverju, en ég sé það ekki gerast, því það er ennþá 30 stiga hiti á daginn. Wott ðe hell?