laugardagur, desember 18, 2004

[Próf]
Þessi pæling á ekki mjög vel við núna eftir prófið sem ég var í í dag, en eftir síðasta próf var ég mikið að spá í þessu:

Ef ég líki önninni við fótboltaleik. Ég leik allar stöður, ég ER liðið, þjálfarinn, nuddarinn, footballer´s wives, waterboy og allt. Ég er liðið, liðið er ég. Leikurinn er úrslitaleikur á HM. Liðið mitt, sem enginn bjóst við að kæmist nema í 16 liða úrslitin, er að leika fantavel á móti sterku liði. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu er vítaspyrnukeppni. Ég stend í marki, ef ég ver skotið þá vinn ég, ef ég kasta mér í vitlausa átt, þá tapa ég.

Núna kemur punkturinn:
Markmaðurinn (ég) verður að ákveða í hvora áttina hann ætlar að kasta sér áður en hann sér í hvora áttina boltinn fer, annars er hann ekki nógu snöggur. Ef hann velur rétta átt þá ver hann, en ef hann velur vitlausa þá tapar liðið. Og þá verður sænski þjálfarinn að segja af sér og fara að þjálfa 3. deildar lið í Smálöndunum. Þegar markmaðurinn kastar sér í aðra hvora áttina, það móment vil ég meina að sé eins og að læra fyrir próf. Maður tekur ákveðinn pól í hæðina meðvitað eða ómeðvitað. Þegar maður mætir í prófið, flettir í gegnum það og hugsar "æi hann lagði akkurat áherslu á hitt!" er það eins og þegar markmaðurinn fattar að boltinn er að fara í hina áttina. Leikurinn er tapaður, sama hvað maður átti mikið skilið að vinna og það er ekkert sem maður getur gert í því.

Hvað gerist þá? Nú þá ræður maður nýjan þjálfara og mætir með betra lið á næsta mót ;)

Engin ummæli: