miðvikudagur, desember 22, 2004

[partý]
Prófin kláruðust loksins í gær eins og áður hefur komið fram (takk fyrir hamingjuóskir :)). Við tók próflokadjamm. Ég byrjaði soldið snemma á fyrsta bjórnum, eða um sex leitið þegar mí end mæ krú pöntuðum okkur pizzu og skelltum í okkur hinum ýmsu áfengistegundum. Fórum síðan í verkfræðiparýtið í löggusalnum. Þegar við vorum nýlega komin var hringt í mig úr leyninúmeri, það voru læti alls staðar í kringum mig svo ég heyrði ekkert voðalega vel í hringjandanum en hann var strákur og hanns spurði hvort það væri stuð, ég sagði "já brjálað, en hver er þetta?" og síðan sögðum við eitthvað meira, en ég náði aldrei hver þetta var. Kannski sagði hann það ekki, kannski heyrði ég það ekki, ég veit ekki. Þú strákur sem hringdir í mig, viltu gjöra svo vel að segja mér hver þú ert!

Síðan var bara stuð, ég tók létta danssveiflu með stráknum sem ég veit núna hvað heitir. Held ég hafi sýnt verstu dansframmistöðu lífs míns verandi mjög drukkin að dansa jive við partýtónlist. Það var endalaust mikið af fólki í þessu partýi og meira gaman.

Þegar löggusalurinn lokaði forum við í partý á Laugarveginum, hlupum alla leiðina í snjófoki og kulda og ég á hælum. Þegar áfangastaðnum var náð var ég alveg búin á því, gellulúkkið sem var ráðandi fyrripart kvölds fauk út í buskann með einhverri vindkviðunni og eftir stóð ég lítandi út eins og ódýr hóra, ódýr hölt hóra meira að segja. Fór heim og svaf til 2.

[jólakötturinn]
Þar sem ég ætla Á jólaköttinn þá get ég ekki líka farið Í jólaköttinn (I kill myself). Væri heví til í að kaupa bol eða eitthvað. Til útskýringar er jólakötturinn sem ég ætla á, mega geðveiku ljósashowatónleikarnir sem Ingi er að halda í kvöld og jólakötturinn sem ég ætla ekki í þessi venjulegi svarti sem grýla á.

[jól]
Ég er búin að redda öllum jólagjöfunum. Það tók mig bara korter með því að taka ákvörðunina og framkvæma hana. Ég reiknaði út hvað ég myndi eyða miklu í gjafir og millifærði þá upphæð inn á SOS barnaþorpin og ég held í alvöru að þetta sé besta jólagjöf sem ég hef nokkru sinni gefið :) Hér með hvet ég alla sem þetta lesa að styrkja barnahjálpina, það þarf ekkert að vera mikið t.d. 1000 krónur, peningarnir sem safnast nýtast í alvöru við að bjarga mannslífum. Söfnunarreikningurinn er 0322 – 18 –942006 og kennitalan er 500289-2529. Gleðileg jól :)

Engin ummæli: