laugardagur, desember 25, 2004

"Þegar kvöldið var búið vorum ég, Atli og Steini sammála um að þetta Þorláksmessukvöld hefði verið það harðasta sem við hefðum upplifað." Við skulum sjá hvers vegna.

*Það dimmir hratt, nístandi vindur næðir um göturnar, einmana kráka plokkar auga úr hrúti. Aðalpersónurnar Þura, Atli og Steini flýta sér áfram í leit að skjóli*

Steini: Við finnum aldrei stað, það vill enginn hleypa inn húsgángslýð eins og okkur. *Stoppar, réttir úr sér, segir meira við sjálfa sig en hina* Krakkar við munum verða úti í nótt!
Atli: Hvaða vitleysa maður. Á dimmustu stund sérhvers manns birtist vonarneisti. Leitaðu bara betur.
Þura: Ég er ekki að sjá ljósið. Atli hvar er ljósið? *öskrar/vælir* Sýndu mér það! *Eitt tár rennur niður vinstri vanga, segir lágt svo varla heyrist* Steini hefur rétt fyrir sér, við deyjum í kvöld.
*Berjast áfram á móti vindi, vindurinn breytist brátt í stórhríð*
Atli: Ekki gefast upp, þið getið þetta.
*Bankað á glugga innanfrá, það er Bob Dylan*
Bob Dylan: Come in *sagði hann* I'll give you shelter from the storm.
Þura: Nei Deep purple maður.
*Ferðalangarnir eru nú staddir inná krá sem hét the Loneriders, þar inni er gleðileg samkoma, húsráðandi stór maður í lopapeysu. Hann er ekki sáttur við aðkomufólkið, en selur þeim þó veigar með semningi, þau setjast við borð úti í horni*
Þura: Vá, ég hef aldrei heyrt í trúbador áður sem syngur verr heldur en ég *syngur hástöfum með*
Atli: Já, þeir geta tekið líf okkar, en það sem þeir geta aldrei tekið er frelsi okkar. *Þrjú Bubba lög eru spiluð í röð*
Steini: *öskrar yfir allt* HVERNIG VÆR´AÐ FÁ AÐ HEYRA EITTHVAÐ MEÐ BUBBA?
*Maðurinn í lopapeysunni hendir öllum þrem út*

Skjárinn verður svartur, kreditlistinn byrjar að rúlla ENDIR

Engin ummæli: