Ég heiti Þura og ég er Íslendingur. Í hádegisfréttum heyrði ég að framlag íslenska ríkisins til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í Asíu væru 5 milljónir króna. Það er minna en ódýrasti ráðherrabíllinn kostar. Getum við verið sjálfum okkur meira til skammar? Núna er talað um að framlagið verði hækkað, í hvað 10 milljónir? Ég er ekki stolt af því að vera Íslendingur.
Mér finnst algjört lágmark að íslenska ríkið gefi 300 milljónir króna til hjálparstarfs, það er þúsundkall á kjaft.
Gefið endilega elsku ríkisstjórninni okkar gott fordæmi og gefið í söfnun Rauða krossins. Hægt er að hringja í 907 2020 og þá eru 1000 krónur teknar af næsta símreikningi eða leggja inn á reikning Rauða kross Íslands, númer 12 hjá Spron á Seltjarnarnesi (1151 26 12, kt. 530269 2649). Okkur munar ekki um þúsundkallinn en Rauða krossinn munar um minna.
Gamlársdagur, ætli það sé ekki viðeigandi að segja nokkur orð nú í jarðaför ársins 2004. Það var gott ár, held að ég hafi jafnvel fullorðnast eitthvað... mér dettur ekkert meira í hug.
Árið 2005 er að fara að fæðast, ég vorkenni því eiginlega pínu því ef ég þekki sjálfa mig rétt þá verður svipan á lofti til að ná ákveðnum markmiðum. Það eru spennandi tímar framundan...
Gleðilegt nýtt ár :)
föstudagur, desember 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli