Ég heyrði um daginn formúluna að kvikmynd. Hún segir m.a. að á ákveðnum stað deyi aðalsöguhetjan, en rísi síðan upp frá dauðum og sigri í lokabardaganum. (rosalega er ég léleg í viðtenginarhætti)
Kvikmyndin er "haustönn 2004", aðalsöguhetjan er ég! Ég dó á miðnætti í gær og reis aftur upp frá dauðum um fjögurleitið í dag. Ég dó ekki áfengisdauða, ég dó dauða þeirrar manneskju sem hefur lært stærðfræðigreiningu í hálfan sólahring samfleytt svo að heilinn er orðinn að kvaðratrótinni af i. Ég var kviðrist af mínum versta óvini.
Lokabardaginn eru prófin sem eru framundan.
Þetta er mjög spennandi atriði í myndinni minni því núna er afar tvísýnt um hvort ég sigri í bardaganum. Eitt er áhorfendum orðið kristaltært, bardaginn verður langur og blóðugur...
(Ég held að ég kalli myndina mína Mortal Kombat... nei damn það er búið að nota það)
sunnudagur, desember 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli