Ég heiti Þura og ég er Íslendingur. Í hádegisfréttum heyrði ég að framlag íslenska ríkisins til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í Asíu væru 5 milljónir króna. Það er minna en ódýrasti ráðherrabíllinn kostar. Getum við verið sjálfum okkur meira til skammar? Núna er talað um að framlagið verði hækkað, í hvað 10 milljónir? Ég er ekki stolt af því að vera Íslendingur.
Mér finnst algjört lágmark að íslenska ríkið gefi 300 milljónir króna til hjálparstarfs, það er þúsundkall á kjaft.
Gefið endilega elsku ríkisstjórninni okkar gott fordæmi og gefið í söfnun Rauða krossins. Hægt er að hringja í 907 2020 og þá eru 1000 krónur teknar af næsta símreikningi eða leggja inn á reikning Rauða kross Íslands, númer 12 hjá Spron á Seltjarnarnesi (1151 26 12, kt. 530269 2649). Okkur munar ekki um þúsundkallinn en Rauða krossinn munar um minna.
Gamlársdagur, ætli það sé ekki viðeigandi að segja nokkur orð nú í jarðaför ársins 2004. Það var gott ár, held að ég hafi jafnvel fullorðnast eitthvað... mér dettur ekkert meira í hug.
Árið 2005 er að fara að fæðast, ég vorkenni því eiginlega pínu því ef ég þekki sjálfa mig rétt þá verður svipan á lofti til að ná ákveðnum markmiðum. Það eru spennandi tímar framundan...
Gleðilegt nýtt ár :)
föstudagur, desember 31, 2004
mánudagur, desember 27, 2004
Eggin hennar Þuru
Það gerðist! Ég gjörsamlega toppaði sjálfa mig í slæmri eldamennsku. Er hægt að gera verr? Þau tvö skipti sem ég hef "soðið" kartöflur án vatns eru hátíð miðað við það sem ég gerði í gær. Ég ætla að lýsa atburðarásinni eins nákvæmlega og ég get.
Annar dagur jóla, hádegi, Þura ætlar að spæla sér tvö egg í hádegismat. Ég stend við pönnuna, eggina spælast, brauðið er komið í brauðristina, ekkert mál. Fljótlega fer ég að finna skrítna lykt af eggjunum. Það finnst mér skrítið því ég hafði borðað egg úr sama eggjabakka daginn áður og þau voru fín. Ég stend áfram við pönnuna og lyktin magnast, mér hættir að lítast á blikuna Ætli olían sé útrunnin? hugsa ég. Ákveð að ná í mömmu og fá hana til að lykta af eggjunum og meta hvort ég ætti að henda þeim. Mamma kemur inn í eldhús og hún samþykkir að það sé skrítin lykt af eggjunum mínum. Henni finnst þetta líka furðulegt því hún hafði borðað egg úr umræddum eggjabakka fyrr um daginn sem höfðu verið óvenju bragðgóð. Þetta er ekki lykt af úldnum eggjum, þetta er meira eins og grútarlykt! segir mamma. Síðan rennur upp fyrir henni ljós, hún réttir úr sér og horfir fast á mig.
Þura, spældirðu eggin uppúr lýsi?
Það gerðist! Ég gjörsamlega toppaði sjálfa mig í slæmri eldamennsku. Er hægt að gera verr? Þau tvö skipti sem ég hef "soðið" kartöflur án vatns eru hátíð miðað við það sem ég gerði í gær. Ég ætla að lýsa atburðarásinni eins nákvæmlega og ég get.
Annar dagur jóla, hádegi, Þura ætlar að spæla sér tvö egg í hádegismat. Ég stend við pönnuna, eggina spælast, brauðið er komið í brauðristina, ekkert mál. Fljótlega fer ég að finna skrítna lykt af eggjunum. Það finnst mér skrítið því ég hafði borðað egg úr sama eggjabakka daginn áður og þau voru fín. Ég stend áfram við pönnuna og lyktin magnast, mér hættir að lítast á blikuna Ætli olían sé útrunnin? hugsa ég. Ákveð að ná í mömmu og fá hana til að lykta af eggjunum og meta hvort ég ætti að henda þeim. Mamma kemur inn í eldhús og hún samþykkir að það sé skrítin lykt af eggjunum mínum. Henni finnst þetta líka furðulegt því hún hafði borðað egg úr umræddum eggjabakka fyrr um daginn sem höfðu verið óvenju bragðgóð. Þetta er ekki lykt af úldnum eggjum, þetta er meira eins og grútarlykt! segir mamma. Síðan rennur upp fyrir henni ljós, hún réttir úr sér og horfir fast á mig.
Þura, spældirðu eggin uppúr lýsi?
laugardagur, desember 25, 2004
"Þegar kvöldið var búið vorum ég, Atli og Steini sammála um að þetta Þorláksmessukvöld hefði verið það harðasta sem við hefðum upplifað." Við skulum sjá hvers vegna.
*Það dimmir hratt, nístandi vindur næðir um göturnar, einmana kráka plokkar auga úr hrúti. Aðalpersónurnar Þura, Atli og Steini flýta sér áfram í leit að skjóli*
Steini: Við finnum aldrei stað, það vill enginn hleypa inn húsgángslýð eins og okkur. *Stoppar, réttir úr sér, segir meira við sjálfa sig en hina* Krakkar við munum verða úti í nótt!
Atli: Hvaða vitleysa maður. Á dimmustu stund sérhvers manns birtist vonarneisti. Leitaðu bara betur.
Þura: Ég er ekki að sjá ljósið. Atli hvar er ljósið? *öskrar/vælir* Sýndu mér það! *Eitt tár rennur niður vinstri vanga, segir lágt svo varla heyrist* Steini hefur rétt fyrir sér, við deyjum í kvöld.
*Berjast áfram á móti vindi, vindurinn breytist brátt í stórhríð*
Atli: Ekki gefast upp, þið getið þetta.
*Bankað á glugga innanfrá, það er Bob Dylan*
Bob Dylan: Come in *sagði hann* I'll give you shelter from the storm.
Þura: Nei Deep purple maður.
*Ferðalangarnir eru nú staddir inná krá sem hét the Loneriders, þar inni er gleðileg samkoma, húsráðandi stór maður í lopapeysu. Hann er ekki sáttur við aðkomufólkið, en selur þeim þó veigar með semningi, þau setjast við borð úti í horni*
Þura: Vá, ég hef aldrei heyrt í trúbador áður sem syngur verr heldur en ég *syngur hástöfum með*
Atli: Já, þeir geta tekið líf okkar, en það sem þeir geta aldrei tekið er frelsi okkar. *Þrjú Bubba lög eru spiluð í röð*
Steini: *öskrar yfir allt* HVERNIG VÆR´AÐ FÁ AÐ HEYRA EITTHVAÐ MEÐ BUBBA?
*Maðurinn í lopapeysunni hendir öllum þrem út*
Skjárinn verður svartur, kreditlistinn byrjar að rúlla ENDIR
*Það dimmir hratt, nístandi vindur næðir um göturnar, einmana kráka plokkar auga úr hrúti. Aðalpersónurnar Þura, Atli og Steini flýta sér áfram í leit að skjóli*
Steini: Við finnum aldrei stað, það vill enginn hleypa inn húsgángslýð eins og okkur. *Stoppar, réttir úr sér, segir meira við sjálfa sig en hina* Krakkar við munum verða úti í nótt!
Atli: Hvaða vitleysa maður. Á dimmustu stund sérhvers manns birtist vonarneisti. Leitaðu bara betur.
Þura: Ég er ekki að sjá ljósið. Atli hvar er ljósið? *öskrar/vælir* Sýndu mér það! *Eitt tár rennur niður vinstri vanga, segir lágt svo varla heyrist* Steini hefur rétt fyrir sér, við deyjum í kvöld.
*Berjast áfram á móti vindi, vindurinn breytist brátt í stórhríð*
Atli: Ekki gefast upp, þið getið þetta.
*Bankað á glugga innanfrá, það er Bob Dylan*
Bob Dylan: Come in *sagði hann* I'll give you shelter from the storm.
Þura: Nei Deep purple maður.
*Ferðalangarnir eru nú staddir inná krá sem hét the Loneriders, þar inni er gleðileg samkoma, húsráðandi stór maður í lopapeysu. Hann er ekki sáttur við aðkomufólkið, en selur þeim þó veigar með semningi, þau setjast við borð úti í horni*
Þura: Vá, ég hef aldrei heyrt í trúbador áður sem syngur verr heldur en ég *syngur hástöfum með*
Atli: Já, þeir geta tekið líf okkar, en það sem þeir geta aldrei tekið er frelsi okkar. *Þrjú Bubba lög eru spiluð í röð*
Steini: *öskrar yfir allt* HVERNIG VÆR´AÐ FÁ AÐ HEYRA EITTHVAÐ MEÐ BUBBA?
*Maðurinn í lopapeysunni hendir öllum þrem út*
Skjárinn verður svartur, kreditlistinn byrjar að rúlla ENDIR
miðvikudagur, desember 22, 2004
[partý]
Prófin kláruðust loksins í gær eins og áður hefur komið fram (takk fyrir hamingjuóskir :)). Við tók próflokadjamm. Ég byrjaði soldið snemma á fyrsta bjórnum, eða um sex leitið þegar mí end mæ krú pöntuðum okkur pizzu og skelltum í okkur hinum ýmsu áfengistegundum. Fórum síðan í verkfræðiparýtið í löggusalnum. Þegar við vorum nýlega komin var hringt í mig úr leyninúmeri, það voru læti alls staðar í kringum mig svo ég heyrði ekkert voðalega vel í hringjandanum en hann var strákur og hanns spurði hvort það væri stuð, ég sagði "já brjálað, en hver er þetta?" og síðan sögðum við eitthvað meira, en ég náði aldrei hver þetta var. Kannski sagði hann það ekki, kannski heyrði ég það ekki, ég veit ekki. Þú strákur sem hringdir í mig, viltu gjöra svo vel að segja mér hver þú ert!
Síðan var bara stuð, ég tók létta danssveiflu með stráknum sem ég veit núna hvað heitir. Held ég hafi sýnt verstu dansframmistöðu lífs míns verandi mjög drukkin að dansa jive við partýtónlist. Það var endalaust mikið af fólki í þessu partýi og meira gaman.
Þegar löggusalurinn lokaði forum við í partý á Laugarveginum, hlupum alla leiðina í snjófoki og kulda og ég á hælum. Þegar áfangastaðnum var náð var ég alveg búin á því, gellulúkkið sem var ráðandi fyrripart kvölds fauk út í buskann með einhverri vindkviðunni og eftir stóð ég lítandi út eins og ódýr hóra, ódýr hölt hóra meira að segja. Fór heim og svaf til 2.
[jólakötturinn]
Þar sem ég ætla Á jólaköttinn þá get ég ekki líka farið Í jólaköttinn (I kill myself). Væri heví til í að kaupa bol eða eitthvað. Til útskýringar er jólakötturinn sem ég ætla á, mega geðveiku ljósashowatónleikarnir sem Ingi er að halda í kvöld og jólakötturinn sem ég ætla ekki í þessi venjulegi svarti sem grýla á.
[jól]
Ég er búin að redda öllum jólagjöfunum. Það tók mig bara korter með því að taka ákvörðunina og framkvæma hana. Ég reiknaði út hvað ég myndi eyða miklu í gjafir og millifærði þá upphæð inn á SOS barnaþorpin og ég held í alvöru að þetta sé besta jólagjöf sem ég hef nokkru sinni gefið :) Hér með hvet ég alla sem þetta lesa að styrkja barnahjálpina, það þarf ekkert að vera mikið t.d. 1000 krónur, peningarnir sem safnast nýtast í alvöru við að bjarga mannslífum. Söfnunarreikningurinn er 0322 – 18 –942006 og kennitalan er 500289-2529. Gleðileg jól :)
Prófin kláruðust loksins í gær eins og áður hefur komið fram (takk fyrir hamingjuóskir :)). Við tók próflokadjamm. Ég byrjaði soldið snemma á fyrsta bjórnum, eða um sex leitið þegar mí end mæ krú pöntuðum okkur pizzu og skelltum í okkur hinum ýmsu áfengistegundum. Fórum síðan í verkfræðiparýtið í löggusalnum. Þegar við vorum nýlega komin var hringt í mig úr leyninúmeri, það voru læti alls staðar í kringum mig svo ég heyrði ekkert voðalega vel í hringjandanum en hann var strákur og hanns spurði hvort það væri stuð, ég sagði "já brjálað, en hver er þetta?" og síðan sögðum við eitthvað meira, en ég náði aldrei hver þetta var. Kannski sagði hann það ekki, kannski heyrði ég það ekki, ég veit ekki. Þú strákur sem hringdir í mig, viltu gjöra svo vel að segja mér hver þú ert!
Síðan var bara stuð, ég tók létta danssveiflu með stráknum sem ég veit núna hvað heitir. Held ég hafi sýnt verstu dansframmistöðu lífs míns verandi mjög drukkin að dansa jive við partýtónlist. Það var endalaust mikið af fólki í þessu partýi og meira gaman.
Þegar löggusalurinn lokaði forum við í partý á Laugarveginum, hlupum alla leiðina í snjófoki og kulda og ég á hælum. Þegar áfangastaðnum var náð var ég alveg búin á því, gellulúkkið sem var ráðandi fyrripart kvölds fauk út í buskann með einhverri vindkviðunni og eftir stóð ég lítandi út eins og ódýr hóra, ódýr hölt hóra meira að segja. Fór heim og svaf til 2.
[jólakötturinn]
Þar sem ég ætla Á jólaköttinn þá get ég ekki líka farið Í jólaköttinn (I kill myself). Væri heví til í að kaupa bol eða eitthvað. Til útskýringar er jólakötturinn sem ég ætla á, mega geðveiku ljósashowatónleikarnir sem Ingi er að halda í kvöld og jólakötturinn sem ég ætla ekki í þessi venjulegi svarti sem grýla á.
[jól]
Ég er búin að redda öllum jólagjöfunum. Það tók mig bara korter með því að taka ákvörðunina og framkvæma hana. Ég reiknaði út hvað ég myndi eyða miklu í gjafir og millifærði þá upphæð inn á SOS barnaþorpin og ég held í alvöru að þetta sé besta jólagjöf sem ég hef nokkru sinni gefið :) Hér með hvet ég alla sem þetta lesa að styrkja barnahjálpina, það þarf ekkert að vera mikið t.d. 1000 krónur, peningarnir sem safnast nýtast í alvöru við að bjarga mannslífum. Söfnunarreikningurinn er 0322 – 18 –942006 og kennitalan er 500289-2529. Gleðileg jól :)
þriðjudagur, desember 21, 2004
mánudagur, desember 20, 2004
laugardagur, desember 18, 2004
[Próf]
Þessi pæling á ekki mjög vel við núna eftir prófið sem ég var í í dag, en eftir síðasta próf var ég mikið að spá í þessu:
Ef ég líki önninni við fótboltaleik. Ég leik allar stöður, ég ER liðið, þjálfarinn, nuddarinn, footballer´s wives, waterboy og allt. Ég er liðið, liðið er ég. Leikurinn er úrslitaleikur á HM. Liðið mitt, sem enginn bjóst við að kæmist nema í 16 liða úrslitin, er að leika fantavel á móti sterku liði. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu er vítaspyrnukeppni. Ég stend í marki, ef ég ver skotið þá vinn ég, ef ég kasta mér í vitlausa átt, þá tapa ég.
Núna kemur punkturinn:
Markmaðurinn (ég) verður að ákveða í hvora áttina hann ætlar að kasta sér áður en hann sér í hvora áttina boltinn fer, annars er hann ekki nógu snöggur. Ef hann velur rétta átt þá ver hann, en ef hann velur vitlausa þá tapar liðið. Og þá verður sænski þjálfarinn að segja af sér og fara að þjálfa 3. deildar lið í Smálöndunum. Þegar markmaðurinn kastar sér í aðra hvora áttina, það móment vil ég meina að sé eins og að læra fyrir próf. Maður tekur ákveðinn pól í hæðina meðvitað eða ómeðvitað. Þegar maður mætir í prófið, flettir í gegnum það og hugsar "æi hann lagði akkurat áherslu á hitt!" er það eins og þegar markmaðurinn fattar að boltinn er að fara í hina áttina. Leikurinn er tapaður, sama hvað maður átti mikið skilið að vinna og það er ekkert sem maður getur gert í því.
Hvað gerist þá? Nú þá ræður maður nýjan þjálfara og mætir með betra lið á næsta mót ;)
Þessi pæling á ekki mjög vel við núna eftir prófið sem ég var í í dag, en eftir síðasta próf var ég mikið að spá í þessu:
Ef ég líki önninni við fótboltaleik. Ég leik allar stöður, ég ER liðið, þjálfarinn, nuddarinn, footballer´s wives, waterboy og allt. Ég er liðið, liðið er ég. Leikurinn er úrslitaleikur á HM. Liðið mitt, sem enginn bjóst við að kæmist nema í 16 liða úrslitin, er að leika fantavel á móti sterku liði. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu er vítaspyrnukeppni. Ég stend í marki, ef ég ver skotið þá vinn ég, ef ég kasta mér í vitlausa átt, þá tapa ég.
Núna kemur punkturinn:
Markmaðurinn (ég) verður að ákveða í hvora áttina hann ætlar að kasta sér áður en hann sér í hvora áttina boltinn fer, annars er hann ekki nógu snöggur. Ef hann velur rétta átt þá ver hann, en ef hann velur vitlausa þá tapar liðið. Og þá verður sænski þjálfarinn að segja af sér og fara að þjálfa 3. deildar lið í Smálöndunum. Þegar markmaðurinn kastar sér í aðra hvora áttina, það móment vil ég meina að sé eins og að læra fyrir próf. Maður tekur ákveðinn pól í hæðina meðvitað eða ómeðvitað. Þegar maður mætir í prófið, flettir í gegnum það og hugsar "æi hann lagði akkurat áherslu á hitt!" er það eins og þegar markmaðurinn fattar að boltinn er að fara í hina áttina. Leikurinn er tapaður, sama hvað maður átti mikið skilið að vinna og það er ekkert sem maður getur gert í því.
Hvað gerist þá? Nú þá ræður maður nýjan þjálfara og mætir með betra lið á næsta mót ;)
þriðjudagur, desember 14, 2004
Það var gert djók í mér um daginn. Einhver fyndinn sendi mér sms af OgVodafone.is: "Hringdu ef thu vilt upplifa skemmtilegt augnablik.." og síðan kom gsm númer sem ég kannaðist ekki við. Klukkan var 11 um kvöld og ég búin að liggja yfir skólabókum í fleiri tíma. Ég var einmitt í skapi fyrir smá flipp og hringdi í númerið, það gæti allavega ekki verið leiðinlegt.
Strákur svaraði: Halló!
Ég: Hver er þetta?
Strákur: Ha?
Þarna var ég búin að ákveða að segja Er Kristján við? en beilaði á því og sagði í staðin aftur: Hver er þetta?
Strákur: Ég heiti Halldór
Ég: Afsakið vitlaust númer og skellti á.
Eftir á fattaði ég: Praktikal djókið virkaði bæði á mig og fyrir mig. Þetta VAR skemmtilegt móment :)
Ef að það varst þú (*vísifingri bent á ÞIG*) sem gerðir at í mér, þú ert fyndinn gaur/gella!
Strákur svaraði: Halló!
Ég: Hver er þetta?
Strákur: Ha?
Þarna var ég búin að ákveða að segja Er Kristján við? en beilaði á því og sagði í staðin aftur: Hver er þetta?
Strákur: Ég heiti Halldór
Ég: Afsakið vitlaust númer og skellti á.
Eftir á fattaði ég: Praktikal djókið virkaði bæði á mig og fyrir mig. Þetta VAR skemmtilegt móment :)
Ef að það varst þú (*vísifingri bent á ÞIG*) sem gerðir at í mér, þú ert fyndinn gaur/gella!
mánudagur, desember 13, 2004
sunnudagur, desember 05, 2004
Ég heyrði um daginn formúluna að kvikmynd. Hún segir m.a. að á ákveðnum stað deyi aðalsöguhetjan, en rísi síðan upp frá dauðum og sigri í lokabardaganum. (rosalega er ég léleg í viðtenginarhætti)
Kvikmyndin er "haustönn 2004", aðalsöguhetjan er ég! Ég dó á miðnætti í gær og reis aftur upp frá dauðum um fjögurleitið í dag. Ég dó ekki áfengisdauða, ég dó dauða þeirrar manneskju sem hefur lært stærðfræðigreiningu í hálfan sólahring samfleytt svo að heilinn er orðinn að kvaðratrótinni af i. Ég var kviðrist af mínum versta óvini.
Lokabardaginn eru prófin sem eru framundan.
Þetta er mjög spennandi atriði í myndinni minni því núna er afar tvísýnt um hvort ég sigri í bardaganum. Eitt er áhorfendum orðið kristaltært, bardaginn verður langur og blóðugur...
(Ég held að ég kalli myndina mína Mortal Kombat... nei damn það er búið að nota það)
Kvikmyndin er "haustönn 2004", aðalsöguhetjan er ég! Ég dó á miðnætti í gær og reis aftur upp frá dauðum um fjögurleitið í dag. Ég dó ekki áfengisdauða, ég dó dauða þeirrar manneskju sem hefur lært stærðfræðigreiningu í hálfan sólahring samfleytt svo að heilinn er orðinn að kvaðratrótinni af i. Ég var kviðrist af mínum versta óvini.
Lokabardaginn eru prófin sem eru framundan.
Þetta er mjög spennandi atriði í myndinni minni því núna er afar tvísýnt um hvort ég sigri í bardaganum. Eitt er áhorfendum orðið kristaltært, bardaginn verður langur og blóðugur...
(Ég held að ég kalli myndina mína Mortal Kombat... nei damn það er búið að nota það)
fimmtudagur, desember 02, 2004
Þvílík eyðsla á tveimur klukkutímum, að missa sig yfir einu dæmi. En svona er það.
Ég gerði fyndið um daginn. Ég heyrði þegar ég var yngri þá ráðleggingu að ef maður færi í krossapróf og merkti alltaf við C þá fengi maður C á prófinu. Mig hefur æ síðan langað til að prófa þetta en alltaf verið of skynsöm, þangað til um daginn... Ég mætti í próf, fékk prófblaðið í hendurnar, renndi augunum yfir spurningarnar, hugsaði svo "Æi fokk it!", merkti alls staðar við C, og gekk út.
And I live to tell about it!
Eini vankanturinn er að ég held að ráðleggingin hafi miðast við fjóra svarmöguleika, í mínu prófi voru fimm... Skekkir vissulega niðurstöður tilraunarinnar.
Ég gerði fyndið um daginn. Ég heyrði þegar ég var yngri þá ráðleggingu að ef maður færi í krossapróf og merkti alltaf við C þá fengi maður C á prófinu. Mig hefur æ síðan langað til að prófa þetta en alltaf verið of skynsöm, þangað til um daginn... Ég mætti í próf, fékk prófblaðið í hendurnar, renndi augunum yfir spurningarnar, hugsaði svo "Æi fokk it!", merkti alls staðar við C, og gekk út.
And I live to tell about it!
Eini vankanturinn er að ég held að ráðleggingin hafi miðast við fjóra svarmöguleika, í mínu prófi voru fimm... Skekkir vissulega niðurstöður tilraunarinnar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)