fimmtudagur, júní 15, 2006

3. hluti
Los Angeles

[mið 24. maí] Rútuferð frá San Fransisco til L.A.
Rútuferðin var bærileg, allavega var loftkælingin í rútunni góð. Eftir hádegi var stoppað og nokkrir kassar af bjór keyptir, eftir það breyttist ferðin í íslenskt gítarfyllerí við misjafnar undirtektir ferðalanga. Bílstjórinn varð alveg snar þegar hann neyddist til að losa úr ferðaklósettinu á bílastæði fyrir framan McDonalds, eftir það róaðist fólkið aðeins niður. Komum á hótelið okkar snemma um kvöldið, það minnti á mótel vegna þess að þetta var U-laga hús með fullt af litlum íbúðum, sem hentaði okkur ótrúlega vel. Hótelið var ágætlega staðsett í Hollywood hverfinu. Stutta stund tók að labba á Sunset boulevard og Hollywood boulevard. Eftir um 5 mínútna rölt frá hótelinu var maður farinn að labba á stjörnum, og það var ekkert merkilegt. Flest nöfnin þekkti maður ekki og þegar maður kom að nafni sem maður þekkti þá... já, þá ekki neitt, þá labbaði maður bara áfram.

Þetta fyrsta kvöld í L.A. fóru nokkur partýglöð ungmenni á bar á Sunset blvd, okkur fannst þetta vera mjög flottur skemmtistaður. Enginn drakk bjór, við fengum okkur öll einhverja drykki, ég fékk mér sangríu sem bragðaðist heví vel. Síðan fórum við að panta skot. Við vildum prófa eitthvað nýtt svo að við leyfðum barþjóninum að ráða. Ekkert áfengisbragð var af fyrsta skotinu en það var risa-stórt, ég þurfti að kyngja þrisvar til að koma því niður. Við kvörtuðum við barþjóninn og sögðumst vilja fara á fyllerí, hann skyldi láta okkur fá eitthvað sem væri áfengi í. Hann brosti í kampinn og kom með annað round af stórum skotum og sagði að þetta væri sko áfengt. Mig klígjaði, en aftur drakk ég með því að kyngja þrisvar, og það var ekkert áfengisbragð af skotinu. Við héldum að hann væri að gera grín að okkur og kölluðum aftur í hann. Hann var yfir sig hneykslaður og sagði að þetta hefði að mestu verið 75% áfengi með örlitlu blandi. Síðan hvarf hann og kom til baka með vískiskot, eða viskímjólkurglös eins og við kjósum að kalla þau. Og það var áfengi í því.


[fim 25. maí og fös 26. maí] Los Angeles dagarnir
Jeff the tour guide and other stories
Fyrri daginn í L.A. fór ég í skoðunarferð á "topplausri" rútu um smá hluta Hollywood, þar fóru 10 dollarar í vaskinn. Tour guidinn hét Jeff og ég get með góðri samvisku sagt að hann sé leiðinlegasti maður sem gengur á yfirborði jarðar. Hann var frekar búttaður í gaur á fertugsaldri sem hafði pottþétt komið til Hollywood 10 - 15 árum fyrr til að meika það en endað sem ööööömurlegur leiðsögumaður í ferð þar sem maður sér ekki neitt. Í byrjun reyndi hann að sannfæra okkur um að hann væri að fara með okkur í skoðunarferð gegnum "sitt hverfi". Keyrðum framhjá Kodak bíóinu, horninu þar sem Brad Pitt lék kjúkling áður en hann varð frægur og fleiri álíka áhugaverðum stöðum þar sem ekkert var að sjá. (Myndin er fengin að láni hjá Hlyni)

Versti parturinn var þó þegar við keyrðum framhjá hverfinu þar sem Antonio Banderas átti að búa og hann lét allar konur/stelpur í bílnum segja "úúhúú" þegar hann sagði Antonio Banderas. Eftir það var hann alltaf að tala um hvað allar konur flippuðu rosalega þegar þær heyrðu nafnið Antonio Banderas, síðan ætlaðist hann til að allir kvenkyns farþegar segðu "úúhúú". Eftir nokkrar svoleiðis línur fór hann bara að endurtaka nafnið Antonio Banderas, Antooonioooo Baaandeeeraaas, Antooooonioooooo Baaaandeeeeraaaas, Antooooooooniooooooooo Baaaandeeeeeeeraaaaaaaaas....! Með smeðjulegri rödd sem átti líklega að hljóma sexí. Ég, Anna Regína, Helena og Sara hlupum út úr rútunni um leið og hún stoppaði.

Í næsta pósti kemur meira skemmtilegt frá L.A. dögunum, til dæmis leigubílstjórar á eiturlyfjum og kennslustund í grind-i ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Antoooooooooooonioooooooooooo Baaaaaaaaaaaannndeeeeeeeeeeeeeeeeras hahahhaha ég er í kasti hérna.

Gaman að lesa ferðasöguna þína :). Ég er líka búin að skrifa eina svoleiðis. Hver veit nema ég birti hana á öldum ljósvakans (eftir smá ritskoðun)

L

Elín sagði...

við þurfum að fara að hittast gella!
Gaman að lesa ferðasöguna þína samt en hún er örugglega enn skemmtilegri live...

Þura sagði...

Sara: Verðum svooooo að sjá myndina ;)

Elín: Já einmitt, verðum! Mér er alveg að batna, húrra jibbí :)