þriðjudagur, maí 02, 2006

Hvers vegna er ég í háskólanum?

Það er dáldið erfitt að muna það þegar maður situr allan daginn sveittur yfir skólabókum, hamrar inn skýrslur á ljóshraða á semi-björtum vornóttum í VR, dreymir um staðalfrávik eigin bloggtíðni og þar fram eftir götunum.

Núna man ég loks af hverju ég er í háskólanum. Það er til að fara í hina mögnuðu útskriftarferð Véla- og iðnaðarverkfræðinema. Hún verður einhvern vegin svona:

50 partýglaðir verkfræðinemar (og nokkrir makar)
3 vikur
San Fransisco, þar sem hipp og kúl fyrirtæki verða heimsótt
Los Angeles, þar sem lífsins verður notið
Las Vegas, þar sem rasað verður út
Hawaii, þar sem leikið verður á landi og sjó :)

Æi já, svo ætlaði ég að fá einhverja BS gráðu...

6 ummæli:

Svanhvít sagði...

Las Vegas, þar sem verður gift sig?

Þura sagði...

ehem, já

Svanhvít sagði...

CERTIAN things that you were not aware of such as the temperature of the room, and sounds may make YOU realize you WANT a real college degree.

Get an unexplained feeling of joy,

Get a BETTER FEELING of joy

....það er eins og það sé verið að auglýsa eiturlyf en ekki skólagráðu... eða er ég eitthvað að misskilja?

Þura sagði...

Uhum það er annað hvort verið að auglýsa ólöglega skóla-gráðu eða það er til eitthvað lyf sem heitir COLLEGE DEGREE... allavega ekki mjög pro auglýsing ;)

Hákon sagði...

Æi ooo af hverju er ég ekki að fara í þessa ferð?

Skemmtu þér suddalega vel!

Þura sagði...

can do :)