laugardagur, nóvember 12, 2005

Ég vissi ekki að þörungar borðuðu kúk!

Ég varði deginum í að dæma í hönnunarkeppni grunnskóla sem haldin var í Marel. Þetta heitir á útlensku First Lego League og gengur út á það að gera bíl úr legókubbum og mótorum sem getur leyst ákveðnar þrautir, ásamt því að gera rannsóknarverkefni. Ég var í hópnum sem dæmdi rannsóknarverkefnin í allan dag, fyrst hélt ég að það mundi verða einhæft en um leið og kynningarnar byrjuðu reyndist þetta vera mjög skemmtilegt.

Næsti laugardagur verður líka tileinkaður kynningum, nema þá verð ég hinu megin við borðið.

Tilgangurinn með þessum skrifum er farinn fyrir ofan garð og neðan. Hvernig er annars gott að vera milli garða?

5 ummæli:

Þura sagði...

Ákvað að setja blogger kommentakerfið aftur inn af því að ég næ ekki að setja haloscan kerfið inn án þess að það komi villa á síðunni... og það er ómögulegt að hafa blogg án kommentakerfis.

Svanhvít sagði...

blogg án kommentakerfis er eins og maður án getnaðarlims...

Þura sagði...

Ég ætlaði nú reyndar að segja "...maður án sálar." en þitt virkar líka.

Steini sagði...

Hvernig er gott að vera á milli garða? spyr hún. Ég hef svo sannarlega skoðun á því:

Einu sinni vann ég nefnilega hjá fyrirtæki sem hét Garðlist. Þar púlaði ég í görðum allan guðslangan daginn. Þegar ég var búinn með einn garð gat ég slappað af á leiðinni til næsta garðs og spjallað við félaga minn Danna sem keyrði yfirleitt bílinn. Bestu stundirnar sem ég átti í vinnunni voru semsagt einmitt á milli garða.

Auk þess vil ég benda á að ef það er gott veður er rosa fínt að spjalla saman á milli Árnagarðs og Nýjagarðs.

Þura sagði...

Þá veit ég það... takk fyrir :)