mánudagur, júlí 11, 2005

[um ekkert]
Mér finnst ég vera endalaust hugmyndalaus þessa dagana, ég veit ekkert hvað ég á að blogga um. Hugmyndir væru vel þegnar/þeignar/þiggnar. Ég kann ekki að skrifa lengur, kann ekki að skrifa þiggja/þyggja í einhverri tíð/falli, veit einu sinni ekki hvort það er upsilon í því eða ekki, veit allavega að það er ekki upsilon í því.

Hvað varð um allar þúsundmilljón blogghugmyndirnar, voru þær allar í heilasellunum sem drápust í of mikilli drykkju? Finnst það líklegt.

[meira ekkert]
Til að hafa eitthvað meira, þá verður að hafa eitthvað í byrjun þannig að meira ekkert er ekki möguleiki.

P.s. Núna þori ég eiginlega ekki að blogga um bjór, vegna mikils disss á bjórbloggin.

Engin ummæli: