sunnudagur, apríl 24, 2005

Ég þarf að læra undir próf, hvernig væri að byrja á því að... taka til, sortera glósur, prenta út gömul próf, far út að labba, fara í bankann, þvo bílinn, lesa moggann, gera við sokka, búa til góðan hádegismat, lesa fréttablaðið, blogga, þvo þvott, lesa viðskiptablað moggans síðan í síðustu viku...

Hljómar þetta kunnuglega eða eru allir aðrir að ná svaka einbeitingu við lærdóminn?

Eða ég hef betri kenningu: Hver stal einbeitingunni minni!?!

Engin ummæli: