fimmtudagur, júní 24, 2004

Nú sem aldrei fyrr er tími til að blogga.

Ég fékk mér frí í vinnunni í kvöld og gat þess vegna keypt tjald og aðrar nauðsynjar fyrir væntanlega útilegu, sem var mjög gott.

Þetta fríkvöld mun engan veginn toppa þriðjudagskvöldið, sama hvað ég geri. Það kvöld var ég líka í fríi (það var ekki svona gaman í vinnunni). Ég og Svanhvít og Svenni ákváðum að fá okkur ís í dásamlegu veðri, það var mjög dásamlegt. Þegar ísinn var horfinn þá ákváðum við að fara í ísbíltúr, klukkutíma síðar vorum við á Þingvöllum. Ég var næstum búin að gleyma hvað það er gaman að keyra úti á þjóðvegum, það er æði, núna man ég það. Þegar við ókum fram hjá tjaldstæðinu stakk ég upp á að við myndum ræna tjaldi að eldri þýskum hjónum og sofa í því um nóttina, en sú uppástunga var snarlega felld. Í staðin keyrðum við alveg upp að Þingvallabæ og lögðum ofan á dauðum biskupum. Síðan röltum við að Flosagjá og Nikulásargjá og ætluðum að kasta klinki út í Nikulásargjá og óska okkur. Þar sem við áttum ekkert klink þá lét ég Svanhvíti fá 1/5 af þúsundkalli til að kasta út í, hún fleygði honum út í og hann flaut í burtu :( Ég komst að því að stígvél með hæl eru ekki bestu skórnir til að labba í úti í náttúrunni, en við löbbuðum samt um og kíktum ofan í gjárnar. Svenni veiddi könguló, þá var gaman. Þetta var fyrsta road trip sumarsins, may there be many to come...

Engin ummæli: