miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til Lég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ondon á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun, ég er að fara til London á morgun!!!!

Ég og Héðinn erum semsagt að fara í langþráða Londonferð á morgun, þar sem við ætlum að gista á hóteli í Notting Hill, í 27 fermetra herbergi mind you. Við ætlum á söngleikinn Lion King á föstudagskvöldið, í búðir á Oxfordstreet, vaxmyndasafnið, leita að Bítladóti, gá hvort strætóarnir, leigubílarnir, póstkassarnir og símaklefarnir hafi nokkuð breyst. Borða enskan morgunverð, fara á indverskan veitingastað en það segir mamma að sé algjört möst að gera í London. Svo langar mig líka á Downing stræti 12 (eða fluttu þau ekki örugglega þangað?), gá hvort það séu hippar á Piccadilly Sircus, athuga hvort "Mind the gap, mind the gap you silly boy!" sé maður á vakt eða teip, ég held ég bíði samt með að kanna hvernig maður síður froskalappir. Síðan kíkjum við örugglega á Stóra Benna, Beckingham höll, Tower of London, gellu í röndóttum bol, free ranged eggs (algjört möst), Pret á manger, í flautubúð ætla ég þó ekki í. Allt annað sem okkur dettur í hug ætlum við að gera.

Núna er ég að hamast við að gera 3 heimadæmi sem ég á að skila fyrir og eftir helgi, annars er ég ekki alveg byrjuð á þeim því ég sat frá 11 til 6 í dag með fleirum að gera eðlisfræðivinnubók sem er ekki búin og ég verð að klára í fyrramálið. Ég er ekki lengur kvefuð en ég notaði sem samsvarar einu tré í Amazon við að sníta mér í gær og hinn, samviskubitið minnkaði snögglega þegar Hákon benti mér á að þetta væri nú líklega bara nytjatré frá Svíþjóð. Jæja best að halda áfram.

Feitur London bloggur verður póstaður á þriðjudaginn, þangað til, ta ta!!

P.s. Elín, gangi þér vel að læra! Svanhvít, til hamingju með afmæli Toja Svanhvítusarsonar! :)

Engin ummæli: