laugardagur, febrúar 28, 2009
Helgar
Ég fíla laugardaga og sunnudaga. Ekki af því að þeir dagar séu svo ólíkir hinum dögum vikunnar í núverandi atvinnuleysi. Ástæðan er sú að um helgar þarf ég ekki að kvelja sjálfa mig með því að kíkja stöðugt á póstinn til að gá hvort ég hafi fengið viðtalsboðun eða neitun. Reyndar hef ég fengið Email með neitunum á helgardegi. Þegar svoleiðis póstur kemur t.d. kl. 06.13 á sunnudagsmorgni þá er nokkuð ljóst að þar er sjálfkrafa svar á ferðinni, og það fær mig til að efast um að nokkur hafi einu sinni haft fyrir því að lesa umsókn mína til viðkomandi fyrirtækis yfir. Frekar niðurdrepandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli