miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Stutt stopp

Ég og Diogo stoppuðum stutt á klakanum um helgina. Dagskráin var pökkuð frá morgni til kvölds allan tímann. Helst má nefna heimsóknir, bjórhittinga, út að borða, guitarhero, vöfflur og kakó á Mokka og bankastúss. Allt saman mjög skemmtilegt (nema bankastússið).

Ég átti erindi á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð og ég nýtti tækifærið til að útskýra fyrir Diogo sæta-menningu MH og sýna honum hvar ég sat. Ég verð að segja að ég hafði ferlega gaman af því að koma aftur í MH, það sem ég tók helst eftir var að MH-ingar litu alveg eins út og á mínum tíma, nema bara 6 - 10 árum yngri (sjitt það eru 10 ár síðan ég byrjaði í MH).

Núna er ég aftur komin til London að rembast eins og rjúpa við staur að sækja um vinnur. Þetta er ekki alslæmt. Það er t.d. jákvætt að í dag er miðvikudagur, þá eldum við mat sem má borða fyrir framan sjónvarpið (eða ég elda reyndar ekki). Í dag er ég búin að panta quesadillas með kjúklingi. Og jibbíkóla.

EeeeeeeeeeeeeeeemmmmHÁ

Engin ummæli: