miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Öskudagur

Úff ég var búin að skrifa dáldið langt blogg tileinkað pælinum um hvernig Gossip girl úr samnefndum sjónvarpsþætti frétti hluti sem gerast inni á heimilum fólks þegar engir gestir eru. Þegar ég leit yfir textann gerði ég mér grein fyrir að þessar pælingar væru hreinlega of fáránlegar til að birta, og ég hefði greinilega of mikinn tíma til að pæla, svo ég strokaði textann út.

Heilasellur óskast, gefins eða keyptar ódýrt. Þurfa ekki að vera í mjög góðu ásigkomulagi.

Yfir og

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahah ég hefði sko alveg verið til í að lesa þessar gossip-girl pælingar...finnst það sérstaklega áhugavert þar sem ég ligg yfir þáttunum þessa dagana ;)
Annars ekkert smá flottar bollur hjá þér - þú ert alltaf að koma á óvart hversu myndarleg þú ert í eldhúsinu :)
Kv. Erna

Þura sagði...

Já kannski endurskoða ég gossip girl pælingarnar og birti...

Hehe, ég held að áður hafi það meira verið áhugaleysi sem hélt mér frá eldhúsinu, en núna þegar hef ég nægan tíma þá hef ég ákveðið að gefa myndarlegheitunum annan séns ;)

Unknown sagði...

Ég held þig vanti bara bjór og gott fyllerí til þess að drepa hægu heilasellurnar :) Þær eru klárlega orðnar of margar.
Knús í krús :)
Arna

Þura sagði...

GG drepur sinn skerf ;)