sunnudagur, febrúar 08, 2009

Um partý

Ég og Diogo fórum í partý hjá Frökkum í gær. Ég þekkti nánast engann, og nánast allir voru franskir. Þessi tvö mengi voru ekki jafngild, þ.e. það voru Frakkar sem ég þekkti, eða einn.

Ég lærði t.d. á þessu partý að innkomulínan "Jei það eru ekki ALLIR franskir hérna!" er ekki æskileg/vinsæl þegar maður mætir í franskt partý.* Ég er að reyna að vinna í innkomulínunum mínum, markmiðið er að finna línu sem er eins svöl og "Here we are now, entertain us" sem ég hef fyrir satt að Kurt Cobain hafi notað grimmt áður en lagið varð frægt. Ég geri mér grein fyrir því að ég verð aldrei eins svöl og Kurt, ég á líklega meiri líkur á því að vera svöl eins og appelsínusafi, en planið er að miða hátt og njóta áhrifa yfirskots.

Eftir því sem leið á partýið mættu fleiri gestir. Ég tók eftir því að allir nýmættir heilsuðu öllum sem fyrir voru með kossi á sitthvora kinnina. Það fékk mig til að hugsa um samsvarandi partý á Íslandi. Það sem ég er vön úr íslenskum partýum er að nýkomið fólk lætur vanalega duga að segja "" yfir heilan hóp af fólki í stað þess að heilsa hverjum og einum. Þegar ég minntist á þetta við Diogo benti hann mér á að við værum í continental-Evrópu partýi, og að hér væri fólk kurteiskt. Ég velti því fyrir mér hvað annað öðruvísi gerðist í continental-Evrópu partýi, en sú pæling komst ekki langt. Í íbúðinni hjá Svanhvíti í Chile var sama vinalega venja viðhöfð að nýkomnir heilsuðu öllum með kossi, nema í þeirri aðstöðu þá töluðu allir spænsku nema ég og það eina sem ég gat sagt var niðurbælt "Hola". Svanhvít talaði um heilsast-með-kossi fyrirbærið neðst í þessari færslu, ég held ég þurfi aðeins að melta þetta betur. Held ég hafi lokaorðin svo hljóðandi: Á meðan ég bý á eyju þá er "hæ" fínt.

* Því þá töluðu fleiri tala ensku í partýinu, ekki því Frakkar eru leiðinlegir meinti ég sko.

Engin ummæli: