Í dag, sprengidagur! Veit ekki alveg hvernig ég á að mixa það...
þriðjudagur, febrúar 24, 2009
Bolla bolla
Ég ákvað í fyrsta sinn á ævinni í gær að baka bolludagsbollur. Þegar ég var yngri bökuðum við mamma venjulega gerdeigsbollur, en höfum ekki gert það í 10+ ár held ég. Í ár ákvað ég að prufa að baka vatnsdeigsbollur svo ég fann einhverja mjög svo dúbíus uppskrift á netinu skellti mér í Sainsburys að kaupa efni og hafðist handa. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig degið ætti að líta út, en ég bjó til kúlur úr einhverju sem líktist degi og setti inn í ofn. Þó ég segi sjálf frá komu út þessar fínu bollur, sem ég bætti svo á rjóma og súkkulaði:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá flottar bollur... kem í bollukaffi til þín á næsta ári :)
Takk :) og vertu velkomin í kaffi !
Skrifa ummæli