sunnudagur, desember 30, 2007

Tvö líf

Komin og farin.
Farin og komin aftur.
???

Farin að heiman og komin heim og svo farin aftur heim.
?????

Ég fór til Íslands föstudaginn fyrir jól (21. des).

kl. 04.50 Lagði af stað í burtu frá nístandi London kuldanum
kl. 06.15 Endalaus röð á Gatwick (því tösku-belti hafði bilað)
kl. 07.50 Út í flugvél sem seinkaði um 1,5 klst vegna þoku
kl. 12.20 Mjúk lending á skerinu, komst að því að það var mun hlýrra á Íslandi heldur en í London
kl. 13.40 Milli lífs og dauða aftur, leið eins og ég hefði aldrei farið neitt, að síðustu 3 mánuðir hefðu bara verið draumur
kl. 14.20 Mætti boðin / óboðin í jólakaffi Almennu verkfræðistofunnar
kl. 16.20 Heimsókn til ömmu
kl. 18.30 Heim, alvöru sturta (vúhú), welcome home dinner (soðinn þorskur, hvað annað)
kl. 20.00 Blundur
kl. 22.00 Partý hjá Svanhvíti (umræður um pólitík í koníaksstofunni og þvíumlíkt)
kl. 01.00 Kúltúra
kl. 02.00 Kofinn
kl. 05.10 Kom að lokaðri lúgu á bæjarins bestu, þá leigubílaröð í 1,5 klukkutíma
kl. 06.40 Heim sofa í mínu eigin rúmi vúhú!

Hafði það svo rosa gott í viku í viðbót á skerinu. Reyndi að vera sem mest í náttfötum uppí sófa (því það eru ekki sófar í sameinaða konunsríkinu). Er komin aftur til köldu London (að læra því þegar maður er í 1 árs master þá er ekkert sem kallast frí).

Bestu jóla- og áramótakveðjur til allra sem ég hitti og hitti ekki, hafið það sem best guys!

Knús og cheers, Þura

p.s. Það er dáldið skrýtið að vera komin aftur í nýja lífið í London eftir heimsókn í gamla lífið í Reykjavík.

Engin ummæli: