Um síðustu helgi var Frost Fair við Tate Modern á suðurbakkanum. Þar voru fullt af básum að selja allskonar dót, lifandi tónlist og fullt af fólki. Skemmtilegt að ramba á svoleiðis þegar maður er bara á leiðinni í skólann. Hér er tónlistarsviðið undir köngulónni:

Krúttlegir tónlistarmenn:

Við Covent Garden markaðinn var líka jólastemning. Jólaskraut úti um allt, heitt súkkulaði selt úti á götu og nokkrir götulistamenn, eins og þessi stelpa sem gerði alls konar æfingar hangandi í stórri blöðru:

Eins og það sé ekki nóg af fólki á Oxford Street dagsdaglega, fyrir jólin er miklu meira af fólki:

Svo má ekki gleyma öllum hauga-drukknu jólasveinunum sem ráfa um götur borgarinnar rétt fyrir jól. Þá er ég að tala um sóðalega pissfullir jólasveinar, og fullt af þeim, klukkan svona 4 eftir hádegi (ekki um nótt). Þeir hella í sig bjór (Tuborg sýndist mér) og öskra og hafa hátt og sumir þeirra eiga erfitt með að standa í lappirnar. Ég náði ekkert voða góðri mynd, en þarna sést hópur og þarna á bakvið var örugglega hundrað sveina hópur:

Þetta voru London-jóla-myndirnar, því sem ég náði ekki mynd af verður ekki sagt frá.
Over and out
p.s. Núna er búið að þrífa teppið í herberginu mínu með efni sem lyktar ógeðslega svo ég verð að hafa gluggann opinn til að lofta út og frjósa EÐA kafna úr vondri lykt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli