miðvikudagur, desember 19, 2007

Kalt brrrrrrr

Á hurðinni í herberginu mínu stendur að ofninn inni í herberginu fari sjálfkrafa í gang ef hitinn í herberginu fer niður fyrir 16°. Ofinn er í gangi núna. Það er líka ógeðslega kalt hérna inni. Ég sit við skrifborðið að læra (eða blogga núna því lyklaborðið er það eina sem er hlýtt) í flíspeysu og lopapeysu. Með sæng yfir mér og í ullarsokkum. Brrr er að frjósa. -2° til +5° kuldi í London í dag samkvæmt BBC síðunni.

Hlakka til að fara til Íslands þar sem húsin eru í alvörunni upphituð! Kem á föstudaginn og verð í viku (þ.e. 21. - 28. des). Vúhú!

Annað, ég segi óvart alltaf að ofninn inni hjá mér sé oven, en hann er það ekki hann er heater. Fólk heldur að ég sé að gera grín að því eða að ég sé svakaleg ljóska... *hristi hausinn*

Já og það var verið að selja jólatré á Portobello-markaðnum um síðustu helgi:

Ég hafði miklar áhyggjur af því hvernig fólk tæki svona jólatré með sér heim (þar sem fæstir virðast vera á bíl), en fólk virtist ekki vera í vandræðum með að halda á 1,5 m jólatré (og rölta um).

2 ummæli:

Svanhvít sagði...

Heyrist þetta ekki vera mikill 'heater'.

Svo hneykslast allir hinir á þér að vera Íslendingur og vera kalt, þetta eigir þú að þola. En það er aldrei kalt inni á Íslandi, það er bara ekki þannig.

Þura sagði...

nákvæmlega þannig jess sör !

Já og þetta er meira svona 'volger'