mánudagur, desember 17, 2007

Nýjungar?

Við Arna fórum út að borða um daginn á sunnudagskvöldi. Kærastinn hennar hafði verið í heimsókn hjá henni um helgina, en hafði farið heim með kvöldvélinni. Við þurftum auðvitað að hittast og fara yfir málefni líðandi stundar, eins og gengur. Við völdum veitingastað við suðurbakkann sem sérhæfir sig í kjúklingi, fínn matur. Þegar maturinn er rétt kominn á borðið og ég byrjuð að troða í mig segir Arna:

'Mér er svo illt í litlu tánum eftir helgina.'

Ég læt gaffalinn síga og lít á hana. Hún heldur áfram:

'Já ég er komin með risa-blöðrur á hliðarnar á litlu tánum.'

Ég kyngi kjúklingnum. Hún heldur áfram að lýsa áverkunum á tánum á sér og notar handahreyfingar til að útskýra hvernig blöðrurnar líta út.

Ég píri augun meðan ég fylgist með lýsingunni. Ennið á mér byrjar að hrukkast og ég horfi stíft á hana. Svo ræski ég mig og segi:

'Er þér illt í TÁNUM eftir helgina? Er eitthvað nýtt í kynlífinu sem ég veit ekki um?'

Arna skellir upp úr og útskýrir:

'Hugsar þú ekki um annað en kynlíf dóninn þinn! Nei mér er illt í tánum eftir allt LABBIÐ um helgina!!'

fin

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha, já Siggi er til alls líklegur. Trylltur toppur annars, púff maður...