miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Öskudagur í partýherberginu

Á mánudaginn fékk ég hugdettu "hei Beggi, mætum í búningum á öskudaginn!" Eða var það öfugt, kannski sagði hann það við mig.

Á þriðjudag sendi eftirfarandi póst til starfsfólks fyrirtækisins sem ég vinn hjá:

Kæra samstarfsfólk,

Á morgun er sérstakur dagur, öskudagur. Af því tilefni verður boðið upp á sælgæti í partýherberginu (fyrir miðri 5. hæð) fyrir þá sem koma og syngja eða bregða á leik á annan hátt.

Að vera í búning er góð skemmtun.

Yfir og út


Ég bjóst ekki við neinum undirtektum, ég vinn jú á verkfræðistofu, en mig vantaði átyllu til að nota Bítlajakkann minn.

Á miðvikudag, öskudag (í dag) mætti ég í vinnuna í jakkanum "the jacket" og það leit einhvern vegin svona út:

Mér til mikillar gleði kom Beggi líka í búning (hann vantaði greinilega líka átyllu til að nota Indíana Jones hattinn sinn). Enginn annar var í búning, en vöktu okkar búningar mikla lukku.

Ég var með nammi í skál á skrifborðinu mínu til að gefa þeim sem kæmu að syngja eða skemmta mér á annan hátt. Það komu 5 einstaklingar / hópar og sungu fyrir vistmenn partýherbergisins (mig og Begga) misvel þó. Það skiptist þannig upp að tveir sungu klámvísur, tveir sungu leikskólalög og kvartet rauðhærðra starfsmanna fyrirtækisins söng lag fyrir kvartet. Já og svo komu nokkrir hópar barna og sungu fyrir okkur.

Fleiri myndir má sjá á http://www.flickr.com/photos/aulabarn/

2 ummæli:

Svanhvít sagði...

Vá svalt, vildi að það væri bítill í minni vinnu. Kannski ég mæti í mínum í vinnuna e-n tímann

Nafnlaus sagði...

Those aren't big birds, sweetheart! They're giant vampire bats!