þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Grundvallar-

Ég smurði mér samloku um daginn. Hún var ágæt. Hún var með osti, skinku, tómati, feta-osti og dash af tómatsósu. Ég grillaði hana í samlokugrilli þangað til osturinn var farinn að krauma. Ég var frekar þreytt þegar ég smurði umrædda samloku, og ekkert í voðalega góðu skapi.

Nokkrum dögum áður en þetta gerðist smurði ég mér samskonar samloku. Notaði sama hráefni og grillaði jafn lengi. En þá var frekar létt yfir mér, ég raulaði lag um skrifstofukonur á meðan ég hrúgaði á samlokuna og ég nostraði við samlokuna. Ég held ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi búið samlokuna til með alúð. Þessi fyrri samloka var dásamlega bragðgóð.

Það sem ég lærði á þessari lífsreynslu og vissi ekki áður: Matur sem er búinn til með alúð er betri en matur án alúðar.

Til að gá hvort ég hefði rétt fyrir mér þá gúglaði ég þetta og viti menn, rifin á Ruby Tuesday eru elduð "af mikilli alúð" enda eru þau mjög góð þ.a. þetta stemmir allt saman. Sjá Ruby's Premium BBQ Ribs á matseðli.

5 ummæli:

Svanhvít sagði...

Aumingja manneskjan sem þarf alltaf að mæta í vinnuna með alúð í farteskinu til að elda þessi blessuðu rif.

En svo getur verið að það hafi verið skapið sem þú varst í þegar þú BORÐAÐIR samlokurnar sem hafði eitthvða um bragðið að segja... já ég skal ekki segja.

Þura sagði...

Nei ég er nokkuð viss um að það var alúðin sem ég hafði sem gerði gæfumuninn.

Sko, ég spurði og kokkarnir á Ruby hafa allir farið á námskeið í að elda með alúð.

Svanhvít sagði...

já, ef allir ynnu vinnuna sína af alúð... værum við rukkuð um símreikninga af alúð, bensíni væri dælt af alúð, kort straujuð af alúð... það væri alúðlegt samfélag!
(stop saying alúð, stupid!)

Þura sagði...

En skilurðu ekki... það væri miklu betra ef allir ynnu vinnuna sína með alúð. Alúð á ekki að kosta.

Love not hate Svanhvít.

Orri sagði...

sko til að þetta sé marktækt þarftu að fyrst búa til samloku með alúð og svo búa til aðra af alúð og borða þær síðan samtímis og bera saman. Þá ætturu að geta fengið markverða niðurstöðu.