sunnudagur, febrúar 25, 2007

Male bonding

Það er margt í þessum heimi sem ég skil ekki. Þessari fullyrðingu þyrfti eiginlega að fylgja listi með nokkrum atriðum, en akkurat núna dettur mér ekki neitt í hug. Nú nema auðvitað umfjöllunarefni þessarar færslu, male bonding.

Ég finn ekki neitt nógu gott íslenskt orð yfir male bonding þ.a. ég ætla að halda mig við enskuna. Ef þetta blogg verður mjög langt þá fer ég kannski að skrifa m.b.

Wikipedia útskýrir male bonding sem einskonar vináttu milli karlmanna sem byggist upp á því að þeir gera eitthvað saman, öfugt við vináttu kvenna sem grundvallast á emotional sharing. Ókei, ég geri ráð fyrir að lesendur séu kunnugir hugtakinu male bonding. Hér kemur parturinn í blogginu þar sem ég hætti að þvaðra um orðið male bonding og byrja að þvaðra um... hvað segir maður.... athöfnina / meininguna / gjörninginn male bonding.

Þetta blogg átti að vera upphitun fyrir næsta texta sem ég þarf að skrifa. Úff, það verða eitthvað skrautleg skrif . Mér líður eins og ég sé 5 - 12 undir í handboltaleik. Það er eins gott að ég taki þrusugóða sálfræðiræðu á "liðið mitt" í hálfleik.

Ókei, núna skrifa ég bara það sem ég skil ekki. Þegar ég tala við yfirmanninn minn þá ætlast ég til þess að við skiptumst á orðum. Oft er það of mikils til ætlast. Til dæmis þegar hann og Beggi eru að "hafa samskipti" um eitthvað verkefni þá heyrist ekki neitt, nema í mesta lagi skrjáf í pappír. Svo þegar 139 og Beggi eru búnir að þegja saman í gott korter, horfa á tölvuskjáinn hans Begga og fletta blöðum, þá labbar 139 út og Beggi fer að vinna á fullu, augljóslega sáttur við allar upplýsingarnar sem hann fékk í "spjallinu".

Ef þetta er ekki male bonding... þá er ég reyndar með aðra útskýringu á reiðum höndum. Kannski sendir 139 Begga hugskeyti...

Engin ummæli: