fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Margar stelpur / fáar stelpur

Ég sagði við pabba minn um daginn að ég væri að fara að hitta nokkrar stelpur. Hann spurði hvort stelpurnar væru margar eða fáar. Þegar ég sagði fáar þá kom í ljós að hugtakið "fáar stelpur" hafði alls ekki sömu merkingu í okkar hugum. Mér fannst þetta dáldið fyndið og ákvað að spurja hann nánar út í málið. Hér fyrir neðan birti ég niðurstöður þeirrar óvísindalegu rannsóknar.

fáar stelpur = 2 - 3
margar stelpur = fleiri en 200
...svona almennt séð.

Svo kemur surprising plot twist:

Ef þær eru skemmtilegar þá eru 200 stelpur frekar fáar stelpur, en ef þær eru leiðinlegar þá eru 5 - 6 alltof margar.

Athyglisvert, eh ?

Næst ætla ég að spurja "Er ég fá stelpa eða mörg stelpa?"

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert margar skemmtilegar stelpa!