fimmtudagur, mars 01, 2007

Endaslepptir grashopparar

Ég hef rekist á það öðru hvoru að fólk heldur að ég sé að grínast þegar mér er fúlasta alvara og fúlasta alvara þegar ég er að grínast. Til að forðast þennan misskilning í framtíðinni vil ég taka það fram að mér er aldrei fúlasta alvara, en oft er mér alvara, þá vanalega skemmtilegasta alvara.

Alvara, rosalega er það asnalegt orð. Það hljómar eins og þetta sé nafnorðið "alvari" sem ver mann fyrir öllu.

2 ummæli:

Hákon sagði...

Ég verð að segja að "partýherbergið" á MySpace bjargaði alveg deginum fyrir mér.

Þó ég sé almennt mjög á móti þessu samfélagi þá er þetta gott framtak!

Þura sagði...

hahaha... partýherberginu er fúlasta alvara ;)