Þá veit ég það, það les ENGINN þessa síðu (sjá neðar). Viskukornið sem ég ætla að taka með mér til ársins 2006 er að það borgar sig að segja Tindastóll þegar spurt er um körfuknattleikslið í Trivial. Já og líka drekka minna.
Árið 2005 var ágætis ár. Það var bæði styttra og áhugaverðara heldur en árið 2004, að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð. Árið 2005 var ár tapaðra hluta, minnisleysis af völdum óhóflegrar neyslu áfengis og seinasti þriðjungur þess einkenndist af mikilli útslítandi vinnu.
Árið byrjaði á hefðbundinn hátt með hæfilegum hlutföllum af skóla og skemmtunum. Um páskana skrapp ég til Danmerkur og Spánar til að heimsækja Svanhvíti. Sú heimsókn stendur upp úr á árinu nema kvöldið þegar ég var rænd. Sumarið var það fyrsta í mörg ár sem ég fór ekkert til útlanda en til að bæta það upp fór ég í sex útilegur hverja annarri betri og labbaði laugarveginn með góðu fólki sem var alveg frábært. Þetta var gott sumar. Í haust og vetur var of mikið að gera hjá mér í skólanum þannig að lítið fór fyrir öðru en lærdómi. Nóvember er í móðu.
Er dáldið kvíðin fyrir næsta ári. Sjáum hvað setur.
Gleðilegt nýtt ár :)
laugardagur, desember 31, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Testing testing
testing testing 2
æææ comment...
gleðilegt árið
æææ, comment...
Gleðilegt árið!
Skrifa ummæli