sunnudagur, mars 22, 2009

Vampírur

Þessa dagana flæða út um alla borg veggspjöld sem auglýsa myndina LesbianVampireKillers (ég held hún hafi verið frumsýnd um helgina, en ég er ekki viss því það er ekki textinn sem grípur augað á þessum veggspjöldum). Að sjá þessa mynd auglýsta minnir mig á kvikmyndaumræður menntaskólaáranna, ég man ekki betur en að sú almenna skoðun hafi verið ríkandi að þrír eiginleikar gerðu kvikmynd góða, og gæði myndar fóru eftir hversu margir af þremur eiginleikum voru til staðar. Eiginleikarnir voru: einnar-línu-kúl-setningar (1), stelpa-á-stelpu aksjón (2) og vampírur (3).

Með tilkomu áðurnefndrar myndar sýnist mér vera komin kvikmynd sem sameinar alla þrjá eiginleika góðrar myndar. Ég hef ákveðið að ég vil trúa því í blindni að myndin sé frábær vegna áðurnefndra atriða, og ætla því ekki að fara að sjá hana.

(1) one liners
(2) girl on girl action
(3) vampires

2 ummæli:

Svanhvít sagði...

Svona eins og þegar þú ákvaðst að Eric Clapton væri æði en vildir ekki hlusta á hann því þú varst hrædd um að verða fyrir vonbrigðum?

Farðu á skæp kelling.

Þura sagði...

Já nákvæmlega eins og þá. Og þar hafði ég aldeilis rétt fyrir mér.

Sir yes sir.