mánudagur, apríl 06, 2009

(Vinna)

Undanfarinn mánuð er ég búin að vera að vinna launalaust sem intern hjá fyrirtæki. Milli þess hef ég verið að undirbúa mig fyrir og fara í atvinnuviðtöl. Sem þýðir að ég hef haft allt of mikið að gera, að koma heim klukkan hálf sjö úr vinnunni og halda áfram að vinna (amk miðað við að hafa lifað mjög rólegu lífi í marga mánuði á undan).

Á miðvikudaginn hætti ég í launalausu vinnunni og byrja í launaðri vinnu daginn eftir. Ekki fagna of snemma, þetta er bara tímabundin vinna í 3 mánuði. En það verður frábært að fá laun, og þurfa ekki að engjast af samviskubiti ef ég kaupi kaffi OG kex á Starbucks.

Það sem er samt skrítnast er að ég byrja í vinnunni á skírdag, einum rauðasta degi ársins samkvæmt íslensku dagatali. Hér eru bara Good Friday og Easter Monday rauðir, og enginn veit hvað skírdagur er, þrátt fyrir einstaklega vel orðaðar útskýringar mínar um síðustu kvöldmáltíðina "you know, the day Jesus had his last meal, and a few years ago there was this phone commercial in Iceland where Judas, like, was late..." Þegar hér er komið við sögu halda áheyrendur vanalega að ég sé að grínast og trúa ekki að skírdagur sé alvöru frídagur.

5 ummæli:

Jóhanna Þórunn sagði...

hérna í ameríkunni kallast þetta Maundy Thursday!

en það er samt ekki svo gott að það sé frí, né heldur á föstudaginn langa eða annan í páskum!

Jóhanna Þórunn sagði...

hérna í ameríkunni kallast þetta Maundy Thursday!

en það er samt ekki svo gott að það sé frí, né heldur á föstudaginn langa eða annan í páskum!

Svanhvít sagði...

Vei vei! Gaman að vinna:)

Nafnlaus sagði...

hihi - það getur oft reynst erfitt að taka þig alvarlega :)
Til hamingju með tímabundnu launuðu vinnuna þína!
En annars finnst mér vanta svona nánari útskýringar, eins og t.d. hjá hvaða fyrirtæki þú varst lærlingur hjá og hvað þú varst að gera...og það sem meira er, hvað nýja tímabundna vinnan felur í sér. Allavega ef þetta er eitthvað spennandi - sem við hér á fróni vonumst auðvitað til fyrir þína hönd!

Kv. Erna

Þura sagði...

Úff Jóhanna, það hljómar agalega, ekkert páskafrí!

Takk Erna :) Já útskýringar, tékk. Skrifa útskýringablogg um helgina.