föstudagur, mars 20, 2009

Vorið hálf komið stundum

Suma daga virðist vorið vera komið í London, aðra daga ekki. Á miðvikudaginn borðaði ég hádegismat í garðinum í stuttermabol. Í gær var ég í ullarpeysu og ullarkápu og var samt kalt. Rakinn innan á gluggunum í íbúðinni er samt að minnka, sem er gott. Í vetur þurfti ég á hverjum morgni að þurrka gluggana að innan með tusku.

Um daginn fór ég í dýrustu og verstu klippingu sem ég hef farið í á ævinni! Ég varð að fara, hausinn á mér leit út eins og rass á íkorna, og það gefur ekki af sér góðan þokka í atvinnuviðtölum. Í klippingunni reyndi ég að útskýra nákvæmlega hvað ég vildi, og konan virtist skilja í byrjun. En svo þegar hún var hálfnuð að klippa mig þurrkaði hún á mér hárið og klippti rest með einhverri furðulegri tækni. Ég stoppaði hana og útskýrði aftur hvað ég vildi, og á meðan hárið var skringilega púff-blásið virtist það vera í lagi. En dagsdaglega púff-blæs ég ekki á mér hárið heldur blæs það venjulega og þá koma seventies bylgjurnar auðveldlega fram.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh Þura þú átt að fara til Gunn á Upper Street... þar færðu nákvæmlega það sem þú vilt og hún actaully skilur þig :)
-Arna

Þura sagði...

Ah já auðvitað, auli er ég! Cheers luv

Man það næst, og verð með seventies hairdo þangað til :P