laugardagur, mars 07, 2009

Ostakaka

Ljóskan í Big Bang Theory vinnur á Cheesecake factory, og alltaf þegar atriði eiga sér stað í vinnunni hjá henni þá segir Diogo "Oh cheesecake...!". Fyrir nokkrum vikum tók ég hintinu og hófst handa við operation cheesecake, sem fór fram sem hér segir:

1. Finna auðvelda uppskrift að ostaköku - mér fannst auðveldara að finna uppskrift á íslensku og spurja svo mér vitrari vini ráða.
2. Finna út hvað efnin í uppskriftinni heita á ensku til að vera viss um að ég keypti enga vitleysu - aftur komu mér vitrari vinir til hjálpar
3. Kaupa innihald og form. Þegar ég kom í búðina fattaði ég að ég vissi ekkert hvernig ostakökuform ætti að líta út (já ég er það græn þegar kemur að eldhússtörfum) að ég setti Diogo í það verkefni.
4. Búa til ostaköku - þetta var auðveldasta skrefið þegar öll vandamál í 1. - 3. verkþætti höfðu verið leyst.

Hér má sjá afraksturinn, ta ta !

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er svaka girnó kaka, þú hefur greinilega leynda hæfileika sem eru farnir að gera vart við sig!

Kv.
Björk

Nafnlaus sagði...

Fylgir ekkert sögunn hvernig kakan smakkaðist? Hún lítur amk mjög vel út... slef, væri alveg til í eina sneið :)
-Arna

Þura sagði...

Ég veit ekki hversu góð kakan var, og læt það ekki fylgja sögunni :P

Svanhvít sagði...

Ógó flott kaka hjá þér!
Verst að þú borðar ekki ostaköku...

Þura sagði...

Ég vil meina að þetta hafi verið megrunarostakaka (fyrir mig) því ég blandaði hráefnum saman með handafli og borðaði ekki einn bita.