laugardagur, desember 13, 2008

Án titils

Endurlífgunartilraunir ganga ekki vel. Ég held ég þurfi svei mér þá að úrskurða sjúkling látinn!

Annars er það að frétta að ég verð á klakanum 21. til 30. des, ein.

Ah, ég hlakka til það verður gott að koma heim :)

Við fengum BT vision í síðustu viku. Þannig að núna höfum við 56 sjónvarpsstöðvar í staðin fyrir 4 áður. Við getum tekið upp sjónvarpsefni, háð þeim (góðu) takmörkunum að aðeins er hægt að taka upp tvennt í einu. Að auki erum við með "sjónvarp eftir pöntun" (tv on demand) þ.e. getum horft á þætti og kvikmyndir sem BT hefur ákveðið að heimila okkur aðgang að. Þetta er semsagt algjör töfra kassi! Daginn sem töfrakassinn kom tók ég eftir því að heil sería af Friends var undir "síðasta tækifæri til að sjá" valmöguleikanum, og svo dramatísk var tímasetningin að ég hafði til miðnættis þann dag til að horfa á seríuna. Það var ekkert annað að gera en að setjast niður og byrja að horfa... og horfa og horfa....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eruð þið svo ástfangin að þið farið ekki útúr húsi.. Bara kúra (eða hvað sem þið unga fókið kallið það) og horfa svo á video...
Það er gott að búa í London eins og einhver feitur kall sagði...

Nafnlaus sagði...

hahaha já vonandi eruð þið svona ástfangin bara. Þetta er allavega breyting á því sem áður var...sé ekki alveg að þú hefðir notað þetta mikið hér áður fyrr ;)
En allavega...ég fer semsagt norður 22 des og verð fram yfir áramót...en hver veit nema við getum hist aðeins þann 21 :)
kv. erna

Þura sagði...

Hehe, held það séu 3 aðilar í sambandinu: ég, Diogo og sjónvarpið!

Oh ég lendi ekki fyrr en seint 21sta :( verð greinilega að skipuleggja Íslandsferð fljótt aftur :)