miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Endurlífgað blogg

Ég hef ákveðið að endurlífga þetta blogg. Nú byrja lífgunartilraunir. [Ef þetta væri atriði í House þá væri sjúklingurinn búinn að vera mjög veikur og rænulaus í þrjá daga, þegar skyndilega hjartað hættir að slá og hjarta-flýti-startgræjan er tekin fram og kallað er CLEAR!]

Þegar ég flutti fyrst til London í september 2007 var pundið í um 124 krónum, núna kostar eitt pund 214 krónur. Mismunur: 90 krónur. Berum saman:

a) Ein tube ferð með oyster korti: £1.50 kostaði 186 ísl kr en kostar nú 321 ísl kr
b) Lítill bolli af cappuccino á Starbucks: £2.05 kostaði 254 ísl kr en kostar nú 439 ísl kr
c) Matur og bjór á Brick Lane: £15 kostaði 1860 ísl kr en kostar nú 3210 ísl kr
og svo framvegis...

Í stuttu máli, meðan ég er ekki komin með vinnu þá fuðra peningarnir mínir upp, og lítið er um b) og c) (maður sleppur víst ekki við að taka tubið)

yfir og út og dæs

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uuu þú færð ekki háa einkunn fyrir endurlífgun á blogginu, uhummmm - miðað við atvinnulausa stúlku (sem var staðan síðast þegar ég vissi) ættir þú að geta bloggað oftar!! En hvernig er það...kemuru heim um jólin??
Kv. Erna

Þura sagði...

Hehe nei satt, það dó alveg og það var ekkert sem ég gat gert!

Ég hef ekki mikið að segja um þessar mundir.

Verð heima 21. - 30. des, verðuru fyrir sunnan á þessu tímabili eitthvað???