mánudagur, desember 29, 2008

Gamlársblogg

Kæru vinir og ættingar og aðrir lesendur,

Jólavikan hér á Íslandi er búin að vera mjög skemmtileg og ég náði að hitta marga skemmtilega vini og ættingja (og hugsanlega aðra lesendur?), en því miður ekki alla sem ég vildi hafa hitt.

Ég vil hér með koma á framfæri mínum bestu jóla- og nýárs kveðjum til lesenda nær og fjær!

Núna held ég aftur út í óvissuna... dumm dumm dummmm

Kannski er við hæfi að skrifa annál í stíl Bridget Jones:

Tölfræði ársins 2008:
Masters gráður kláraðar: 1
Kærastar náðir í: 1
Fjöldi landa ferðast til: 6
Bjórar drukknir: XXX (sú tala þarfnast töluvert mikillar analyseringar)
Krónur tapaðar vegna gjaldþrots lands: XXXXXX (þori ekki að birta áætlaða upphæð)
Vinnur fengnar: 0

Adeus!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með það.... hefði samt búist við að geta lesið um bjórdrykkju liðins árs í stuttri samantekt sem fylgt hefði verið eftir með ítarlegri greinagerð....

Til hamingju með liðin afrek!!!

Unknown sagði...

Jæja á ekkert að fara að koma með nýtt blogg... hvað er að frétta úr elsku London? Miss u!!!

Nafnlaus sagði...

Það væri gaman að fara að fá fréttir af þér!
Eitthvað að frétta af vinnumálum?
Og enn er vöntun á analyseringunni á bjórdrykkjunni...
Kv. Erna