þriðjudagur, júní 17, 2008

Stjörnuspá

Ég kíki stundum á stjörnuspána á mbl.is. Tek reyndar (eins og vera ber) bara mark á henni ef ég get túlkað hana mér í hag. Spá dagsins:

Hrútur: Þú tekur leiðbeiningum vel, sérstaklega frá einhverjum með blikandi og góðleg augu. Fylgdu líka góðum ráðum sterkrar konu sem þú þekkir.

Sko, það er ekki spurning að sterka konan sem gefur mér góðu ráðin sé rússneska vélin sem ég er að vinna með, hún er rosaleg.

En hvað er málið með hinn hlutann af spánni "þú tekur leiðbeiningum vel" vott ðe fokk! Nei almennt ekki... stúpid rugl stjörnuspá!

Hey já og
hæ hó jibbí jei og jibbí jei það er kominn sautjándi júní (dansandi mjólk) Til að fagna þessum degi blandaði ég saman kaffi og mjólk í bolla.

Yfir og út

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...og kaffið og mjólkin hafa væntanlega stigið saman trylltan dans.

Ég fór á Smámunasafn Sverris Hermannssonar í gær með ömmu og afa. Þar voru meðal annars áfengisbækur frá 1940, blá fyrir karla og bleik fyrir konur. Í þær skráði fólk drykkju sína vegna laga um áfengisskömmtun sem tóku gildi þetta ár. Mánaðarskammtur karla var fjórar hálfflöskur af sterku víni en kvenna helmingurinn af því.

Veit ekki afhverju en þú varst fyrsta manneskjan sem mér datt í hug þegar ég sá þetta...

Þura sagði...

Vá en magnað!

Ég væri tótallí reddí ef að áfengisskömmtun væri aftur sett á. Reyndar þyrfti ég að örugglega að kaupa aðeins meiri kvóta, en það væri líklega ekki erfitt að græja það.