miðvikudagur, júní 04, 2008

Update

Enginn póstur síðan 23. maí...! Já það passar, ég er einmitt búin að vera í fríi síðan þá og búin að gera nákvæmlega ekki neitt! Nema tja kíkja aðeins á pöbbinn og svona. Frí í London, ah það er búið að vera alveg hreint dásamlegt. Á mánudaginn byrjaði ég svo á lokaverkefninu mínu, gúlp!

Verkefnið, sem er fyrir lögfræðiráðgjafafyrirtæki, var sett í gang með fundi með öllum leikmönnum á mánudaginn. Viðstaddir voru: ég, Katya (rússneska jarðýtan sem verður að gera verkefni fyrir sama fyrirtæki), hr. Fuglsauga (hann er umsjónarmaður verkefnisins á vegum LSE) og þrír menn frá fyrirtækinu (tveir Oxford menn og einn sem ég ímynda mér að sé úr Cambridge því hann sagði ekkert um menntun sína, en það gæti líka verið bull).

Fyrir fundinn hafði annar Oxford maðurinn sent okkur (mér og Kötyu) stutta grein að lesa sem varðar efni verkefnisins. Við skulum orða það þannig að ef verkefnið væri fyrir Starbucks þá hefði greinin verið um kaffi, svo basic var það. En ekki veitti af.

Ah já, og verkefnið snýst um (í mjög stuttu máli) að athuga hvort það séu tengls á milli tveggja breyta.

Yfir og ...

Engin ummæli: