þriðjudagur, júní 24, 2008

Og hverjum er það að kenna?

  • Mamma mia! klikkar ekki, sérstaklega ekki með mömmu miu!!!
  • Það skiptast á skin (skyn)* og skúrir hér í Lundúnum. Í alvöru, einn daginn er rigning og þann næsta sól og bongóblíða.
  • Pundið er komið í 166 krónur stykkið, þá fer 2.88 punda hreint bruggaður samuel smith að vera ansi dýr...
  • Ég er með póstkort af ísbirni uppi á vegg... nei bíddu það er af kind, ég gáði ekki nógu vel**
  • Áhugasamir athugið: önnur ársfjórðungsskýrsla bjórdrykkju er væntanleg, um leið og dagar annars ársfjórðungs verða taldir (með fyrirvara á 'um leið' & það er reyndar ekkert erfitt að telja daga)
*Stafsetningarhæfileikar mínir hafa slaknað til muna, kenni að hluta til um vondum (engum?) prófarkalestri á mbl.is þar sem minn helsti lestur á íslensku máli fer fram.
**Tilvitnun í frétt sem ég las á mbl.is***
***Þessi setning gæti verið vitlaus; vísa aftur í þéttofinn vef sem er að spinnast í kringum ástæður stafsetningarhæfileikaleysis og setningauppbyggingarvankunnáttu mína, þ.e. mbl.is að kenna****
****Sama og ***

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pundið komið í kr. 166/ pundið?

Þura sagði...

já hvert pund kostar sem sagt 166 íslenskar krónur.

Er ég í ruglinu?