sunnudagur, nóvember 25, 2007

Á leiðinni heim úr skólanum dag einn í nóvember

Það er gaman að fara heim úr skólanum í London. Somerset House er til dæmis rétt hjá skólanum mínum, og í síðustu viku var dúndrandi latinó-skemmtistaðatónlist í gangi, slatti af fólki að hanga, fínt jólatré og það var verið að skafa skautasvellið. Ég tók nokkrar myndir. Hér sést smá í jólatréð:
Hérna er stóra flotta skautasvellið:
Sem var verið að skafa (eða pússa eins og ég vil meina):
Á myndinni sjást eftirfarandi föt: Þura: húfa (H&M), trefill (H&M), Arna: húfa (H&M (eða var það ekki?)), trefill (H&M):

H&M er semsagt í góðum málum í vetur. Stundum fer ég út úr húsi á morgnana og fatta svo að ég er í ÖLLU úr H&M (þ.e. jakka, peysu, bol, buxum, sokkum, húfu, trefli og vetlingum).

Yfir og út í bili

3 ummæli:

Unknown sagði...

Hæhæ Þura!

Flottar myndir hjá þér af skautasvellinu- geggjuð birtan þarna úti :)

Kannast við þennan HogM sjúkdóm. Hljómar allav.kunnuglega ;) Held að fataskápurinn minn líði illilega af þessu :)

bestu kveðjur frá Danmörku,
Helga (Minni)

P.s ef þú ert ekki á Kínapóstlistanum mínum máttu endilega senda mér póst og ég bæti þér við. Sendu bara á helgabie (at) gmail.com :)

Þura sagði...

Hjúkk maður, gott að vita að H&M veikin sé algengari en ég hélt!

Já sendi þér póst ekki spurning... :)

Ragnheiður Sturludóttir sagði...

Ég gerði einu sinni könnun. Í heila viku fór ég einungis í tvær flíkur sem voru ekki úr HogM. Það voru hægri og vinsrti heimaprjónaðir ullarsokkar..