sunnudagur, nóvember 18, 2007

Helgin í máli og myndum

Helgin þjónaði þeim tilgangi að vera 'niðurtjún' eftir brjálaða vinnu viku, og 'upptjún' fyrir næstu brjáluðu vinnuviku. Á föstudagskvöldið fórum við Arna á Stereophonics á Wembley Arena, sem var geðveikt.

Á laugardaginn dró Arna mig í bæinn í verslunarleiðangur. Það hefur verið að kólna síðustu 2 vikur þ.a. það var nauðsynlegt að kaupa hlý föt og aukahluti. H&M í Covent Garden var ágætur staður til þess. Það var samt ekki of kalt fyrir ís í búðinni í götunni okkar:
Það var fullt af fólki í bænum og gaman að rölta milli búða í Covent Garden. Eftir ágætt verslunar session ákváðum við að taka strætó 'one six eight to Hampsted Heath' til að borða kvöldmat á kósí enskum pöbb. Þegar við komum á pöbbinn var hann smekk-fullur og fullt af fólki búið að panta borð svo við ákváðum að borða annars staðar í staðin. Fórum á nálægan, ódýran ítalskan veitingastað. Veitingastaðurinn var svo lítill að þjónarnir (sem voru stelpur sem betur fer) þurftu að draga til borð til að leyfa þeim sem ætlaði að setjast upp við vegginn að setjast. Við fengum okkur lasagnia eftir að þjónustustúlkan hafði mælt með því við okkur, og við urðum ekki fyrir vonbrigðum, ummmm.

Á heimleið komum við við á lókal pöb. Þar var nú aldeilis fjör því þar var verið að halda upp á fimmtugsafmæli og DJ og læti. Við hittum nokkra LSE-stúdenta sem voru líka að krassa partýið þ.a. við ákváðum að hanga aðeins þarna og fá okkur bjór. Ég gerði tilraun til að fanga stemninguna á mynd. Hér sést eldgamla konan sem sat á barnum og hreyfði sig ekkert allan tíman sem við vorum þarna, hún var að drekka grænbláan drykk. Fyrir aftan er DJ-inn við græjurnar og fyrir ofan hann stendur 'Happy 50th sis':

Fólkið sem var á staðnum í þessu afmæli var eins og karakterar úr miðlungs breskum gamanþætti sem gæti heitið 'Fjölskyldan mín'. Þarna voru 'tannlausa frænkan', 'sonurinn um tvítugt með of mikið gel í hárinu og heldur að hann líkist poppstjörnu', 'ekta breski aðeins of feiti háværi pabbinn', 'of ljósabekkjabrúna mamman sem klæðir sig eins og hún sé 15 árum yngri en hún er', 'litla, hressa, feita, frænkan í hlíralausum topp með tattú á öxlinni og litað svart hár'. Ásamt fleiri góðum karakterum, og allir voru í góðu tjútti á dansgólfinu.

Þar sem við sátum við barinn, rétt búnar að klára bjórana, okkar pikkaði afgreiðslukona á barnum í okkur og benti okkur, ekki svo vinsamlega, á að ef við værum ekki að drekka þá gætum við farið því hún væri þarna til að græða peninga. Ótrúlega sjarmerandi...

3 ummæli:

Svanhvít sagði...

Þetta er dááásamleg mynd!

Nafnlaus sagði...

Hvað var eiginlega í ísnum hennar Örnu? Greinilega gott stöff...

Þura sagði...

s: svo dásamlegt fólk á þessum bar!

bb: ójá, gooooott stöff.