Á heimleið komum við við á lókal pöb. Þar var nú aldeilis fjör því þar var verið að halda upp á fimmtugsafmæli og DJ og læti. Við hittum nokkra LSE-stúdenta sem voru líka að krassa partýið þ.a. við ákváðum að hanga aðeins þarna og fá okkur bjór. Ég gerði tilraun til að fanga stemninguna á mynd. Hér sést eldgamla konan sem sat á barnum og hreyfði sig ekkert allan tíman sem við vorum þarna, hún var að drekka grænbláan drykk. Fyrir aftan er DJ-inn við græjurnar og fyrir ofan hann stendur 'Happy 50th sis':
Fólkið sem var á staðnum í þessu afmæli var eins og karakterar úr miðlungs breskum gamanþætti sem gæti heitið 'Fjölskyldan mín'. Þarna voru 'tannlausa frænkan', 'sonurinn um tvítugt með of mikið gel í hárinu og heldur að hann líkist poppstjörnu', 'ekta breski aðeins of feiti háværi pabbinn', 'of ljósabekkjabrúna mamman sem klæðir sig eins og hún sé 15 árum yngri en hún er', 'litla, hressa, feita, frænkan í hlíralausum topp með tattú á öxlinni og litað svart hár'. Ásamt fleiri góðum karakterum, og allir voru í góðu tjútti á dansgólfinu.
Þar sem við sátum við barinn, rétt búnar að klára bjórana, okkar pikkaði afgreiðslukona á barnum í okkur og benti okkur, ekki svo vinsamlega, á að ef við værum ekki að drekka þá gætum við farið því hún væri þarna til að græða peninga. Ótrúlega sjarmerandi...
3 ummæli:
Þetta er dááásamleg mynd!
Hvað var eiginlega í ísnum hennar Örnu? Greinilega gott stöff...
s: svo dásamlegt fólk á þessum bar!
bb: ójá, gooooott stöff.
Skrifa ummæli