miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Cheers

Jæja, tími til að blogga meira um hluti sem ég skil ekki í útlöndum. Þeir eru svo margir að ég gæti næstum stofnað nýtt blogg kringum það http://www.hlutir-sem-eg-skil-ekki-i-utlondum.blogspot.com/. Ef ég stofna nýtt blogg þá verður það pottþétt með skærgrænum segul-froski, en það er ekki á dagskrá heldur, a.m.k. ekki alveg á næstunni.

Það sem undrar mig í dag (sem og flesta aðra daga) er notkun Breta á orðinu 'cheers'.

-Ég er að versla í matvörubúð og þegar afgreiðslumanneskjan lætur mig fá afganginn segir hún 'cheers' (þá segi ég 'eh thanks' eins og auli)
-Ég er að spjalla við Breta, og þegar hann kveður (sem er leiðinlegt) þá segir hann 'cheers' (og ég stend eftir eins og auli og segi 'eh yeah bye')
-Fólk er að skála, og það segir 'cheers' (og þá segi ég líka 'cheers' og er þá loksins ekki eins og auli, eða kannski minni auli)

Ég sem hélt að 'cheers' væri sjónvarpsþáttur, where everybody knows your name...

p.s. Arna er með ljósmyndasíðu, hér. Þar er t.d. mynd af bekknum okkar, og fleira London-skemmtilegt. 'Cheers Arna !'

5 ummæli:

Unknown sagði...

Haha já útlendingar eru skrýtnir. En vertu fegin að þeir segja ekki "How are you?" í hvert skipti sem þeir hitta þig. Ég fór alltaf að spá í akkúrat hvernig mér liði svo 6x á dag í svona 2 mánuði hér í Florida þar til ég fattaði að þetta er ekki alvöru spurning og maður má velja um að segja "Good" eða "Great" og eitthvað fleira jákvætt. ;)

Cheers!

Svanhvít sagði...

Passið bara að það sé jákvætt, það má víst ekki segja að maður hafi það skítt.

Þura, eru allir í bekknum þínum dökkhærðir?

Þura sagði...

En þeir segja 'how are you' all of the time !

Það eru ekki allir í bekknum dökkhærðir, gaurinn í öftustu röð aðeins til hægri er ljóshærður. Allir hinir eru... ekki ljóshærðir.

Nafnlaus sagði...

Blogg með skærgrænum segul-froski? Hljómar eins og gott blogg. Cheers!

Nafnlaus sagði...

Cheers love!