Seinnipartinn í gær var ég kölluð niður á 3. hæð þar sem umhverfissvið Almennu verkfræðistofunnar er staðsett. Þar voru 2 jarðfræðingar og 1 landfræðingur staddir með bros á vör (hinir voru fjarverandi). Þeir gáfu mér stoltir eyrnalokka sem þeir höfðu búið til sjálfir. Efniviðurinn var eftirfarandi:
-Glingur sem þeir fundu úti á götu (umhverfisvæn endurvinnsla að hætti umhverfissviðs)
-Rauðir önglar
-Glærar öng-hlífar (því önglarnir voru svo beittir)
-Eyrnalokkahengjur
-
Þeir útskýrðu fyrir mér að þar sem ég væri "kona einsömul" þá kæmu þessir "veiðilokkar" mér vel. En dagsdaglega skildi ég hafa hlífar á önglunum til að vera sjálfri mér eða öðrum ekki skæð.
Síðan fóru þeir að tala um kvóta, möskvastærð, sóknardaga o.s.frv.
Hér er ég með eyrnalokkana, áhugasöm að hlusta á sköpunarsögu þeirra:Hér sést betur hönnun á lokkunum. Það glansar á öng-hlífarnar og takið eftir því hvað öngullinn er tilvalinn til veiða:
Ég er í skýjunum yfir þessari flottu gjöf. Vil ég koma á framfæri mínum bestu þökkum til umhverfissviðs AV. Takk !
1 ummæli:
Bjúrifúl!
Skrifa ummæli