sunnudagur, maí 06, 2007

Maí

Í apríl lærði ég á tímastjórnunarnámskeiði að það væri gott að setja sér skrifleg markmið, skilgreina stóru steinana í lífinu, já og að tíminn væri eins og lækur. Best að prufa þetta með skriflegu markmiðin.

Í maí ætla ég að:

1. Kaupa einn glansandi augnskugga
2. Fara í klippingu
3. Lesa bók sem gerist í Færeyjum
4. Smakka síld

Best að fara aðeins gegnum þessi markmið og pæla í hversu raunhæf og tímafrek þau eru:

1. Það er ekki mjög skynsamlegt að kaupa augnskugga í maí, sérstaklega þar sem augnskugginn sem mig langar í er dáldið dökkur og meira "vetrar" augnskuggi. Svo er ég líka ekki að fara neitt til útlanda í maí þ.a. líklega væri sniðugra að bíða með augnskuggakaupin þar til ég fer í gegnum fríhöfnina eða á stað sem selur ódýrari augnskugga. (0 klst)
2. Þetta veldur dáldið á því hvort klippikonan mín verði við og hvort ég verði búin að ákveða hvernig klippingu ég vil. Jú alveg líklegt að það fari saman. (2 klst)
3. Þar sem ég er þegar hálfnuð með bók sem gerist í Færeyjum þá er ekki svo langsótt að klára hana. Þ.e.a.s. ef ég verð í stuði. (5 klst)
4. Æi, er eila komin með bakþanka síðan ég skrifaði það sem markmið. Fresta því fram í júní. (0 klst)

Fjúff, það lítur út fyrir að maí verði alveg pakkaður!

Yfir og út

Engin ummæli: